Fara í efni

Hægt að kjósa utan kjörfundar í öllum kjörnum Múlaþings

27.11.2024 Fréttir

Eins og öll eru eflaust upplýst um er veðurspáin fyrir Austurland á kjördag, eins og er, óhagstæð til ferðalaga.

Þess vegna er vakin athygli á því að í Múlaþingi hefur verið hægt að kjósa utan kjörfundar í öllum kjörnum sveitarfélagsins frá og með 15. nóvember síðastliðnum, alla virka daga. Hægt er að kjósa utankjörfundar sem hér segir:

  • Á Egilsstöðum – á skrifstofu Sýslumanns að Lyngási 15, frá klukkan 9:00 til 17:00 (á kjördag frá klukkan 10:00 til 14:00)
  • Á Seyðisfirði – á skrifstofu Sýslumanns að Bjólfsgötu 7, frá klukkan 9:00 til 15:00 á fimmtudag og klukkan 9:00 til 14:00 á föstudag (á kjördag frá klukkan 14:00 til 16:00.)
  • Á Djúpavogi – á skrifstofu Múlaþings, Bakka 1, frá klukkan 10:00 til 14:00 á fimmtudag og klukkan 10:00 til 12:00 á föstudag
  • Á Borgarfirði eystra – á skrifstofu Múlaþings, Hreppsstofu, frá klukkan 10:00 til 14:00 á fimmtudag og klukkan 10:00 til 12:00 á föstudag

Frekari upplýsingar um kosningu utan kjörfundar má finna hér Kosning utan kjörfundar | Sýslumenn

Hægt að kjósa utan kjörfundar í öllum kjörnum Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd