Fara í efni

Hæ hó og jibbý jei!

14.06.2024 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Það verða hátíðarhöld í öllum kjörnum sveitarfélagsins þann 17. júní.

Dagskráin er metnaðarfull og flest ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Íbúar eru hvött til þess að gera sér glaðan dag og hægt er að nýta sér dagskránna hér að neðan til að skipuleggja daginn.

Árið í ár er merkilegt að því leitinu til að lýðveldið er 80 ára og til þess að fagna því sérstaklega verða lýðveldiskökur í boði fyrir gesti og gangandi að hátíðardagskrá lokinni í öllum kjörnum. Þar að auki var í tilefni afmælisins gefin út bókin Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, og geta áhugasamir tryggt sér frítt eintak á eftirfarandi stöðum á hefðbundnum opnunartíma þeirra:

  • Bókasafni Héraðsbúa
  • Bókasafni Seyðisfjarðar
  • Bókasafni Djúpavogs
  • Hreppsstofunni Borgarfirði Eystri

Sveitarfélagið óskar íbúum innilega til hamingju með þjóðhátíðardaginn. Hér fyrir neðan má svo lesa sér til um dagskrá kjarnanna:

Egilsstaðir

10:00 Blöðrusala á Vilhjálmsvelli bílaplaninu

10:30 Fjölskyldustund í Egilsstaðakirkju

11:00 Skrúðganga frá kirkju í Tjarnargarð að fimleikahúsinu

Lúðrasveitin endar skrúðgönguna með tónlistaratriði og svo tekur við fimleikasýning

11:30-12:30 Móttaka skúlptúra í Tjarnargarðinum

11:30-14:15 Skemmtilegt í garðinum, hoppukastalar, andlitsmálun, hestar og sjoppa

13:00 Hátíðardagskrá:

  • Hátíðarræða
  • Tónlistaratriði
  • Fjallkona
  • Árleg viðurkenning
  • Rótarý
  • Verðlaun fyrir skúlptúra
  • Tónlistaratriði

Opið hús og frítt í Safnahúsið

-Athugið, ef veður verður vont mun dagskráin færast inn í íþróttahúsið.

Seyðisfjörður

11:00 Blómsveigur lagður á leiði Björns í Firði

12:30 17. júní hlaup Hugins fyrir 12 ára og yngri krakka. Mæting við Seyðisfjarðarkirkju

13:00 Hátíðardagskrá í garðinum við Seyðisfjarðarkirkju:

  • Hátíðarmessa
  • Fjallkona
  • Hátíðarávarp
  • Tónlistarflutningur
  • Babúbílar
  • Sápubraut

15:00 Tækniminjasafnið opnar sýninguna "Konur starfa" í útigalleríinu við Lónsleiru - Frítt inn á safnið frá klukkan 13:00 - 17:00

Ýmis tilboð á veitingastöðum bæjarins í tilefni dagsins

Djúpivogur

10:00 Þjóðleg morgunstund í Löngubúð, gestir í þjóðbúningum fá glaðning, andlitsmálning, ratleikur og fleira

13:00 Hátíðarguðsþjónusta í Djúpavogskirkju

14:15 Skrúðganga frá Djúpavogsskóla að íþróttasvæði Neista

14:30 Hátíðardagskrá:

  • Fánahylling
  • Hátíðarræða
  • Brekkusöngur
  • Leikir og fjör
  • Vatnsrennibraut
  • Veitingar í Neista

Borgarfjörður

 13:00 Skrúðganga frá Heiðinni og upp á íþróttavöll.

  • Hátíðardagskrá, lifandi tónlist, leikir og sprell á íþróttavellinum

15:00 Kaffihlaðborð í Fjarðarborg

Hæ hó og jibbý jei!
Getum við bætt efni þessarar síðu?