Múlaþing óskar eftir tilboðum í framkvæmdina: Göngustígur að Gufufossi.
Verkið felst í jarðvinnu, lagnavinnu og yfirborðsfrágangi vegna uppbyggingar 3,5 km langs göngustígs frá þéttbýlinu á Seyðisfirði og að Gufufossi.
Helstu magntölur eru:
Fyllingar 8.400 m3
Bergskeringar 900 m3
Styrktarlag 8.700 m3
Stálræsi 120 m
Mölburður 630 m3
Klæðing 110 m2
Frágangur fláa 25.200 m2
Verktaki getur hafið framkvæmdir um leið og gengið hefur verið frá samningum, verklok eru 15. október 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá og með miðvikudeginum 15. janúar 2025 í gegnum útboðsvef COWI: https://mannvit.ajoursystem.net/.
Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 14:00 föstudaginn 31. janúar 2025.
Ekki verður eiginlegur opnunarfundur en bjóðendum verða tilkynntar niðurstöður eftir lok tilboðsfrests.