Þann 12. desemeber voru veittir styrkir úr Uppbyggingarsjóði Austurlands fyrir árið 2025.
Sjóðnum bárust 113 umsóknir upp á 234 milljónir en úthlutunarnefnd samþykkti styrki til 59 verkefna upp á 56,50 milljónir.
Af þeim sem hlutu styrki eru 36 verkefnanna í Múlaþingi eða hluti verkefnisins fer fram í sveitarfélaginu. Upphæðin sem fylgdi þessum 36 verkefnum eru rúmar 34 milljónir.
Það er greinilega mikil gróska í atvinnu- og nýsköpunarmálum innan sveitarfélagsins sem og á sviði menningarmála.
Á heimasíðu Austurbrúar má finna skjal sem inniheldur alla styrkina og frekari tölfræði fyrir þá sem eru áhugasamir um að kynna sér málið enn frekar.