Múlaþing leitar nú að kennurum í fjóra skóla sveitarfélagsins. Um er að ræða störf við leik- og grunnskóla. Þá eru í boði 100% starfshlutfall sem og hlutastörf, tímabundin störf og framtíðarstörf.
Störfin sem um ræðir eru eftirfarandi:
- Fellaskóli Fellabær - 100% staða grunnskólakennara
- Tjarnarskógur Egilsstaðir - 100% starf leikskólakennara - hlutastarf einnig í boði
- Djúpavogsskóli – 100% starf kennara bæði framtíðar- og tímabundnar ráðningar
- Hádegishöfði Fellabær- 100% starf leikskólakennara - hlutastarf einnig í boði
Frábært tækifæri fyrir þau sem vilja kenna í faglegu og styðjandi umhverfi. Þá er hér einnig kjörið tækifæri fyrir þau sem hafa hugsað sér að flytja í sveitarfélagið og vilja breyta til. Múlaþing hefur upp á margt að bjóða fyrir áhugasöm og eru þau hvött til að kynna sér málið.
Náttúra, hæglæti og þjónusta
Djúpivogur er Cittaslow bær og endurspeglast það einnig í skólastarfinu þar sem hæglætishugmyndafræðinni er fléttað inn í markmið og skipulag námsins á öllum stigum.
Egilsstaðir eru gjarnan kallaðir þjónustumiðja Austurlands, þá skemmir ekki fyrir að rétt við túnfótinn má finna náttúruperlur sem hægt er að njóta allt árið um kring.
Fellabær er svo hinu megin við fljótið frá Egilsstöðum, aðeins minni, aðeins rólegri en samt með alla þjónustu í næsta nágrenni.
Nánar um störfið á svæði sveitarfélagsins á Alfreð.