Fyrr í mánuðnum var haldin LEGO keppni þar sem fimm lið frá Austurlandi öttu kappi við lið víðsvegar af landinu. Alls kepptu tæplega 200 ungmenni í 20 liðum í hinni árlegu og alþjóðlegu tækni- og hönnunarkeppni First LEGO League. Tvö liðanna voru úr Brúarásskóla, eitt úr Seyðisfjarðarskóla, eitt úr Egilsstaðaskóla og eitt úr Vopnafjarðarskóla.
Austfirsku liðin stóðu sig með mikilli prýði. Lið Vopnafjarðarskóla sem kallaði sig DODICI-, fékk annað sæti í vélmennaforritun og hönnun, sigraði vélmennakappleikinn og vann keppnina í heild sinni.
Brúarássliðið 701 vann fyrir bestu liðsheildina og Seyðisfjarðarliðið El Grilló var í þriðja sæti í nýsköpun. Þá stóðu LEGOlas úr Egilsstaðaskóla og Hafmeyjurnar úr Brúarásskóla sig með miklum sóma.
Keppnin var haldin í 19 skipti og hefur Brúarásskóli tekið þátt samfellt í 18 ár.
Keppt var í eftirfarandi þáttum:
Vélmennakappleikur
Liðin keppa tvö og tvö saman.
Þrautir ársins leystar á þar til gerðri þrautabraut með legó-þjarkinum.
Stig fást fyrir hverja leysta þraut.
Besta umferðin gildir.
Kynnið ykkur reglur brautar og stigagjöf vel!
Vélmennaforritun og hönnun
Liðið hittir forritunardómara í lokuðu rými.
EINUNGIS liðið má svara spurningum.
Hönnun og forritun vélmennis könnuð – sýnt og spjallað.
Nýsköpun
Tekist á við raunverulegt vandamál/verkefni í nærumhverfinu, tengt þema ársins.
Frumleg lausn/hönnun fundin.
Niðurstöðum deilt með öðrum í kynningu á sal.
Liðsheild
Liðin setja upp bás í anddyri Háskólabíós til að kynna sig og sitt verkefni.
Liðsheildardómarar ganga á milli bása og kynnast liðunum.
Liðin hvött að fara á milli bása og kynnast hvert öðru.