Fara í efni

Dagar myrkurs á Bókasafni Héraðsbúa

25.10.2024 Fréttir Egilsstaðir

Mikið verður um að vera á Bókasafni Héraðsbúa í tilefni Daga myrkurs.

Alla vikuna, 28. október til 1. nóvember, verða sektarlausir dagar á Bókasafninu. Komdu á bókasafnið og sjáðu sektina þína hverfa í skjóli myrkurs.

Mánudagur 28. okt - Bangsadagur

  • Í tilefni bangsadagsins og Daga myrkurs er böngsum boðið að koma á bókasafnið og gista eina nótt. Tekið er á móti böngsum á opnunartíma safnsins, frá klukkan 13:00 til 18:00 en óskað er eftir að þeir verði sóttir á sama tíma næsta dag.
  • Settar verða inn myndir frá ævintýrum bangsanna á samfélagsmiðla bókasafnsins á Facebook og Instagram. Athugið, einn bangsi frá hverju barni.

Þriðjudagur 29. okt - Sögustund / bangsalestur og Breakout Edu (viðburður í húsinu)

  • Sögustund hefst klukkan 16:00 og verður bókin Paddington: Sagan um litla björninn úr frumskógum Perú - höf. Michael Bond.
  • Breakout Edu með myrkraþema hefst klukkan 16:30 og verður til 18:00. Hægt er að leysa þrautirnar í litlum hópum. Yngri börn þurfa aðstoð.
  • Myndir til að lita.

Miðvikudagur 30. okt - Harry Potter flokkunarhatturinn

  • Hvaða vist tilheyrir þú?
  • Harry Potter myndir til að lita.

Fimmtudagur 31. okt og föstudagur 1. nóv - Hrekkjavökuleikur

  • Allir sem taka þátt geta sett nafnið sitt í pott og verða dregnir út tveir vinningshafar.

Miðvikudagur 6. nóvember - Glæpafár á Íslandi

 

Bókasafn Héraðsbúa er á Facebook og Instagram og þar er að finna upplýsingar um viðburði, nýtt efni og fréttir af starfinu.

Verið öll velkomin á Bókasafnið.

Dagar myrkurs á Bókasafni Héraðsbúa
Getum við bætt efni þessarar síðu?