Með nýrri gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi hafa nokkrar breytingar verið innleiddar. Hér verður farið yfir helstu breytingar nýrrar gjaldskrár og ástæður breytinganna en hana má nálgast hér.
Breytingarnar sem verða eru eftirfarandi:
- Gjöldum breytt úr föstu söfnunar og förgunargjaldi á hvert heimili.
- Gjöldum breytt í breytileg gjöld eftir stærð og úrgangstegund íláta (kr. per tunna) auk fastra gjalda á hverja fasteign.
Hvers vegna eru gjöld að hækka?
- Sorphirðugjöld í Múlaþingi hafa verið með þeim lægstu á landsvísu undanfarin ár og standa ekki undir raunkostnaði við veitta þjónustu.
- Sveitarfélögum er skylt að innheimta gjöld vegna meðhöndlunar úrgangs sem næst raunkostnaði og því nauðsynlegt að bregðast við.
- Á meðan gjöld eru hækkuð hefur sömuleiðis verið leitað leiða til að draga úr kostnaði við meðhöndlun úrgangs til að lágmarka hækkanir svo sem með breyttum opnunartíma söfnunarstöðva og með því að draga úr sorphirðutíðni.
- Þrátt fyrir hækkanir þessa árs eru sorphirðugjöld í Múlaþingi undir landsmeðaltali slíkra gjalda á síðasta ári.
- Til að uppfylla lagaskyldu og gera íbúum kleift að hafa áhrif á eigin kostnað vegna sorphirðu. (23. gr. laga nr. 55/2003)
Breytileg tunnugjöld
- Áfram verður skylda að hafa ílát undir fjóra úrgangsflokka við hvert heimili: pappír, plast, matarleifar og blandaðan úrgang.
- Hægt verður að breyta stærðum sorpíláta til að hafa áhrif á sorphirðugjöld til dæmis fá minni tunnu undir blandaðan úrgang eða stækka ílát undir pappa eða plast.
- Þessi möguleiki verður innleiddur að vori 2025 og verður auglýstur sérstaklega.
Hér að neðan er dæmi um útfærslu gjalda á tunnu á ári:
Fjölbýli og sameiginleg ílát
- Í fjölbýli deilist heildar kostnaður íláta niður á fjölda íbúða eftir eignarhlut.
- Heimili innan sömu lóðar, til dæmis par- eða raðhús, geta óskað eftir að sameinast um ílátasett. Þá deilist kostnaður á milli heimilanna eftir stærð þeirra líkt og með fjölbýli. Þessi möguleiki verður innleiddur að vori 2025 og verður auglýstur sérstaklega.
- Fast gjald verður lagt á allar fasteignir, þar á meðal fyrirtæki, sem er meðal annars ætlað að standa undir rekstri grenndarstöðva og aðgengi að söfnunarstöðvum með gjaldfrjálsan úrgang.
Frístundahús og takmörkuð ívera
- Öll frístundahús greiða fast gjald en til viðbótar greiða frístundahús í sumarhúsahverfum þar sem sorpgámum er komið fyrir aukalega fyrir þá þjónustu.
- Engin sorphirðuþjónusta er við frístundahús utan sumarhúsahverfa og er notendum þeirra vísað á söfnunarstöðvar. Þó geta sumarhús sem standa við söfnunarleið sorphirðubíls óskað eftir sorphirðuþjónustu líkt og ef um íbúðarhús væri að ræða og greiða þá sömu gjöld.
- Sömuleiðis geta eigendur íbúðarhúsa í dreifbýli sem notuð eru til takmarkaðrar íveru, það er eru án búsetu/lögheimilis, skilað ílátum og fengið sorphirðu fellda niður líkt og með frístundahús.
- Þessi möguleiki verður innleiddur að vori 2025 og verður auglýstur sérstaklega.
Heimajarðgerð
- Á árinu verður möguleiki á heimajarðgerð innleiddur. Íbúar sem jarðgera matarleifar heimafyrir geta sótt um til sveitarfélagsins að skila inn tunnu undir matarleifar og greiða þá árlegt umsýslugjald í stað tunnugjalds.
- Þessi möguleiki verður innleiddur að vori 2025 og verður auglýstur sérstaklega.
Söfnunarstöðvar
- Kubbur hefur tekið við rekstri söfnunarstöðva á Egilsstöðum og Seyðisfirði.
- Gjaldtöku verður breytt á árinu. Notkun klippikorta verður hætt og greiðslur teknar upp.
- Íbúar geta skilað keyptum klippikortum til sveitarfélagsins og fengið endurgreitt í hlutfalli við notkun korts.
- Áfram verður hægt að koma með fjölmarga úrgangsflokka á söfnunarstöðvar gjaldfrjálst.
Hér má nálgast kynningu á breytingu um gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs á PDF formi.