Brák íbúðafélag hses. auglýsir eftir umsóknum um leigu á íbúðum við Lækjargötu 2, Seyðisfirði. Um er að ræða átta íbúða hús fyrir 60 ára og eldri á einni hæð með samkomusal í miðrými hússins. Um er að ræða tvær tveggja herbergja íbúðir um 54 m2, fjórar þriggja herbergja um 79 m2 og tvær fjögurra herbergja íbúðir 94 m2.
Áætluð afhending eigna er 1. maí 2025.
Markmið Brákar íbúðafélags hses. er að bæta húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni fjölskyldna og einstaklinga.
Um útleigu íbúðanna gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016, í lögunum/reglugerð eru tilgreind tekju- og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu.
Uppbygging þessara íbúða er í samræmi við húsnæðisáætlun Múlaþings og er gott dæmi um blandað samstarfsverkefni þar sem húsnæðisstuðningur sveitarfélagsins og ríkisins er nýttur til þess að koma uppbyggingu íbúða utan höfuðborgarsvæðisins af stað, sem verður einnig til þess að byggðar verði íbúðir fyrir almennan markað og þannig aukið framboð á íbúðum til eignar eða leigu.
Umsókn um leigu
Umsókn skal senda á netfangið: brakibudafelag@brakibudafelag.is, með upplýsingum um hagi og húsnæðisstöðu umsækjenda ásamt afriti af síðasta skattframtali og afriti af þremur síðustu launaseðlum umsækjenda.
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2025.
Brák íbúðafélag hses. úthlutar íbúðunum þegar farið hefur verið yfir allar umsóknir.