Sveitarfélagið Múlaþing auglýsir eftir aðila til að reka akstursíþróttasvæði á þegar skipulögðu svæði fyrir akstursíþróttir undir Skagafelli í Eyvindarárdal, í Múlaþingi.
Skilmálar sem einkum verður litið til við ákvörðun um leyfisveitingu á umræddu svæði eru eftirfarandi:
- Góð þekking viðkomandi aðila á staðháttum
- Þekking og reynsla viðkomandi aðila af akstursíþróttum og rekstri akstursíþróttafélags
Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið mulathing@mulathing.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins Lyngási 12, 700 Egilsstaðir. Frestur til að skila inn umsókn er til 23. apríl 2025. Í umsókn þarf að koma fram greinargóð lýsing á fyrirhugaðri starfsemi.
Sveitarfélagið áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
Leyfi Múlaþings þarf til að nýta land og landsréttindi á svæðinu, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta. Jafnframt þarf samþykki forsætisráðuneytisins þar sem umrædd nýting á að vara lengur en til eins árs, sbr. 2. mgr. 3. gr. sömu laga.
Upplýsingar um málið gefur skrifstofustjóri, netfang odinn.gunnar.odinsson@mulathing.is eða sími 4700 700.