Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur falið skipulagsfulltrúa að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd í samræmi við ákvæði 4. mgr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.
Framkvæmdin felst í uppsetningu á palli og skjólveggjum í kringum íbúðarhús að Steinum 1 á Djúpavogi. Pallurinn kemur til með að liggja meðfram suður og vestur hliðum hússins og skjólveggur 120 – 180 m á hæð upp við hann. Klæðning verður látlaus.
Fyrirhugað framkvæmdasvæði tilheyrir miðsvæði skv. Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 og fellur það undir hverfisvernd. Svæðið tilheyrir einnig verndarsvæði í byggð sem staðfest var 15. október 2017. Öll uppbygging skal taka mið af þeirri stefnu og skilmálum sem sett eru fram um svæðið í verndartillögu.
Í meðfylgjandi kynningargögnum má sjá nánari útfærslu og ásýnd:
Athugasemdum og ábendingum skal skila í síðasta lagi þann 27. júlí 2021 í tölvupósti á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is. Jafnframt er unnt að óska eftir frekari upplýsingum á sama netfangi. Þeir sem ekki gera athugasemdir fyrir tilgreindan tíma teljast samþykkir tillögunni.
Virðingarfyllst,
Skipulagsfulltrúi Múlaþings.