Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 9.júní 2021 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030. Breytingin er auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur í sér skilgreiningu á efnistökusvæði í Stafdal í norðanverðum Efri Staf í Seyðisfirði. Fyrirhugað er að taka 45.000 m3 af efni af svæði sem nær yfir 9.000 m2 svæði, þar sem fast berg verður losað með sprengingum. Svæðið er austan við Stafdalsá, um 500 m utar og neðar í Stafdal, fjær skíðasvæðinu. Svæðið er á grannsvæði vatnsverndar.
Skipulagstillöguna ásamt umhverfisskýrslu má nálgast hér sem og á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Hafnargötu 44, Seyðisfirði. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu mun jafnframt liggja frammi hjá Skipulagsstofnun á auglýsingatíma.
Almenningi er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 3.september 2021.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Skipulagsfulltrúi Múlaþings.