Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Fjarðarheiðargöng við Seyðisfjörð

19.08.2021 Skipulag í auglýsingu

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir kynningu á skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 í tengslum við Fjarðarheiðargöng. Kynntar verða breytingar á þéttbýlisuppdrætti og greinagerð skipulagsins og er kynningin haldin samkvæmt ákv. í gr. 4.2.4 í skipulagsreglugerð.

Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er breyting á legu Seyðisfjarðarvegar (nr. 93) frá Vesturvegi við Langatanga innan við kirkjugarð að gangamunna jarðganga undir Fjarðarheiði við Gufufoss. Markmiðið með framkvæmdinni er að bæta vegasamgöngur, einkum að vetrarlagi, á milli byggðarinnar í Seyðisfirði og annarra byggðarlaga.

Skipulagslýsinguna er hægt að kynna sér hér sem og á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Hafnargötu 44, Seyðisfirði.

Miðvikudaginn 25.ágúst n.k. kl. 17:00 verður kynningarfundur um skipulags- og matslýsinguna. Vegna sóttvarnarráðstafana fer fundurinn fram í gegnum Facebook síðu Múlaþings.

Hægt verður að senda inn rafrænar fyrirspurnir (komment) á meðan á fundinum stendur og verður þeim svarað að kynningu lokinni.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 2.september 2021.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

 

Hluti skipulagsuppdráttar
Hluti skipulagsuppdráttar
Getum við bætt efni þessarar síðu?