Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

1. fundur 14. janúar 2021 kl. 16:00 - 17:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Gylfi Arinbjörn Magnússon aðalmaður
  • Jónína Valtingojer aðalmaður
  • Júlíus Laxdal Pálsson aðalmaður
  • Karítas Mekkín Jónasdóttir aðalmaður
  • Lena Lind B. Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Páll Jónsson aðalmaður
  • Sigurður Alex Sigurgeirsson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir Íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Kosning formanns og varaformanns ungmennaráðs Múlaþings 2020-2022

Málsnúmer 202101032Vakta málsnúmer

Gengið var til kosningar formanns og gaf Einar Freyr Guðmundsson kost á sér til starfsins.

Í embætti varaformanns gaf Guðrún Lára Einarsdóttir kost á sér.

Þeirra framboð voru samþykkt með háværu lófaklappi.

2.Starfsáætlun ungmennaráðs 2020-2022

Málsnúmer 202101036Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Tíðarvörur í grunnskóla og félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 202101033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umræða um aðgengi að tíðarvörum í grunnskólum og félagsmiðstöðvum sveitarfélagsins.

Ungmennaráð leggur til að í öllum skólum og félagsmiðstöðvum Múlaþings sé aðgengi að tíðavörum gott og gjaldfrjálst. Eins að stofnanir velji umhverfisvænasta kostinn.

Starfsmanni ungmennaráðs er jafnframt falið að hafa samband við þær stofnanir sem við á.

Samþykkt samhljóða.

4.Tímasetning funda ungmennaráðs 2021

Málsnúmer 202101037Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings samþykkir fastan fundartíma ráðsins fyrsta mánudag hvers mánaðar kl.15:30.

Samþykkt samhljóða.

5.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings beinir því til sveitarfélagsins og annarra sem koma að almannavörnum og áfallahjálp í kjölfar skriðufalla á Seyðisfirði í desember að huga sérstaklega að líðan barna og ungmenna á Seyðisfirði á komandi tímum.

Samþykkt samhljóða.

6.Tíðarvörugjöf til ungmenna

Málsnúmer 202101040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umræða um gjöf frá ungmennaráði Múlaþings til ungmenna á Austurlandi og framkvæmd afhendingar.

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 17:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?