Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

13. fundur 24. mars 2022 kl. 16:15 - 18:30 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Guðmundsson formaður
  • Jónína Valtingojer aðalmaður
  • Jóhann Eli Salberg Dánjalsson aðalmaður
  • Júlíus Laxdal Pálsson aðalmaður
  • Karítas Mekkín Jónasdóttir aðalmaður
  • Óli Jóhannes Gunnþórsson aðalmaður
  • Rebecca Lísbet Sharam aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Andrés Ívar Hlynsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir Íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Ungmennaþing 2022 - Hvað þýðir sameining fyrir okkur?

Málsnúmer 202203174Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Tinna Halldórsdóttir og stýrði vinnu við undirbúning ungmennaþings 2022 sem ber yfirskriftina Hvað þýðir þessi sameining fyrir okkur?

Dagskrá þingsins er áfram í vinnslu.

2.Barnvæn sveitarfélög

Málsnúmer 202103103Vakta málsnúmer

Ungmennaráð fagnar því að Múlaþing hafi skuldbundið sig til að vinna að verkefninu Barnvæn sveitarfélög og hlakkar til að vera virkur aðili í þeirri vinnu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fiskeldi í Seyðisfirði

Málsnúmer 202203172Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Stefán Bogi Sveinsson, formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar, og svaraði spurningum ungmennaráðs varðandi fiskeldismál í Seyðisfirði.

Ráðið þakkar Stefáni Boga kærlega fyrir góðar útskýringar og umræður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Erindisbréf ungmennaráðs Múlaþings

Málsnúmer 202203173Vakta málsnúmer

Ungmennaráð leggur til fyrirliggjandi breytingar á erindisbréfi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Sameiginlegur fundur sveitarstjórnar og ungmennaráðs Múlaþings

Málsnúmer 202202123Vakta málsnúmer

Fram fór vinna við undirbúning sameiginlegs fundar ungmennaráðs og sveitastjórnar sem fyrirhugað er að fari fram 6. apríl nk.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?