Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

11. fundur 14. janúar 2022 kl. 16:00 - 18:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Guðmundsson formaður
  • Jónína Valtingojer aðalmaður
  • Jóhann Eli Salberg Dánjalsson aðalmaður
  • Júlíus Laxdal Pálsson aðalmaður
  • Karítas Mekkín Jónasdóttir aðalmaður
  • Lena Lind B. Brynjarsdóttir aðalmaður
  • Páll Jónsson aðalmaður
  • Óli Jóhannes Gunnþórsson aðalmaður
  • Rebecca Lísbet Sharam aðalmaður
  • Sigurður Alex Sigurgeirsson aðalmaður
  • Unnar Aðalsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Vigdís Diljá Óskarsdóttir
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir
Fundargerð ritaði: Vigdís Diljá Óskarsdóttir verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála

1.Aðkoma ungmenna í Múlaþingi að BRAS hátíðinni 2022

Málsnúmer 202201062Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og kynnti fyrir ráðinu menningarhátíð barna- og ungmenna á Austurlandi BRAS. Halldóra óskaði eftir því að ráðið skipaði fulltrúa í stýrihóp BRAS og sendi inn tillögur að viðburðum fyrir unglinga.
Ungmennaráð felur starfsmanni ráðsins að taka saman hugmyndir þess og koma þeim til Halldóru.
Lena Lind Brynjarsdóttir verður fulltrúi ungmennaráðsins í stýrihóp BRAS.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ungmennráð UMFÍ - opið fyrir umsóknir í ráðið

Málsnúmer 202201063Vakta málsnúmer

Formaður ungmennaráðs kynnti starf ungmennaráðs UMFÍ og sagði frá umsóknarfresti í ráðið sem senn rennur út. Ráðsmeðlimir hvattir til að sækja um í ungmennaráði UMFÍ.

Lagt fram til kynningar.

3.Ungmennaþing 2021

Málsnúmer 202102207Vakta málsnúmer

Ákvörðun hefur verið tekin um að fresta þinginu fram til 28. apríl 2022.
Jafnframt leggur ráðið til að starfsmanneskja ráðsins leiti leiða til að nýta hluta styrkfés sem fékkst fyrir þinginu til þess að ráða inn manneskju til ráðgjafar við undirbúning þingsins.

Samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða.

4.Starfsáætlun Ungmennaráðs 2020-2022

Málsnúmer 202101036Vakta málsnúmer

Starfsáætlun ungmennaráðs 2020-2022 yfirfarin og verkefni vorsins skipulögð út frá henni.

Ráðið mun meðal annars standa fyrir skuggakosningum fyrir nemendur menntaskólans og unglingastigs grunnskólanna fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2022. Stefnt er að því að vinna kosningarnar í samstarfi við nemendaráð skólanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?