Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

70. fundur 28. nóvember 2022 kl. 08:30 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Björgvin Stefán Pétursson varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Einar Tómas Björnsson varamaður
  • Sylvía Ösp Jónsdóttir varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði
Áheyrnarfulltrúi M-lista (HKH) sat fundinn undir liðum nr. 1-5.

1.Gjaldskrár 2023

Málsnúmer 202209205Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri kynnir drög að gjaldskrá hafna Múlaþings fyrir árið 2023.
Jafnframt eru lagðar fram til samþykktar gjaldskrár annars vegar fyrir handsömun og vörslu búfjár og hins vegar hunda- og kattahald.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár fyrir árið 2023 og vísar þeim til umfjöllunar hjá byggðaráði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 08:30

2.Starfshópur um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202110188Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að uppfærðu erindisbréfi vegna starfshóps um myndun tillaga að loftslagsstefnu Múlaþings, ásamt tilnefningum í starfshópinn.

Máli frestað til næsta fundar.

3.Afslættir af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi

Málsnúmer 202101232Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði kynnir tillögur um afslátt af gatnagerðargjöldum í Múlaþingi fyrir árið 2023.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 09:35

4.Fjárhagsáætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs 2022

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Farið verður yfir stöðu stórra framkvæmdaverkefna sem hafa verið í gangi á árinu 2022.
Formaður byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum situr fundinn undir þessum lið auk verkefnastjóra framkvæmdamála.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson - mæting: 10:30
  • Karl Lauritzson - mæting: 10:30

5.Umsókn um stofnun lóðar, Seyðisfjörður, Langitangi 2

Málsnúmer 202211022Vakta málsnúmer

RARIK ohf. hefur óskað eftir 40m2 lóð undir spennistöð við Langatanga á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa stofnun lóðarinnar og framkvæmda- og umhverfismálastjóra að ganga frá úthlutun hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um afnot af landi fyrir dvalarsvæði við Fossahlíð á Seyðisfirði

Málsnúmer 202210080Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Hollvinasamtökum Hjúkrunarheimilisins Fossahlíðar á Seyðisfirði þar sem óskað er eftir afnotum landi undir dvalarsvæði við heimilið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið á þeim forsendum að fyrirhugaðar hugmyndir samrýmast skipulagsskilmálum svæðisins sem skilgreint er fyrir þjónustustofnanir í Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við málsaðila að útbúin verði drög að samkomulagi milli Hollvinasamtakanna, HSA og sveitarfélagsins vegna fram kominna hugmynda. Samkomulagið verði lagt fyrir byggðaráð Múlaþings til samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsagnarbeiðni um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.

Málsnúmer 202211145Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis við tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál. Umsagnarfrestur er til 2. desember nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur heilshugar undir markmið tillögunnar um að óslitið fjarskiptasamband á þjóðvegum landsins. Reynslan sýnir að þar er víða pottur brotinn og eftir því sem búnaður fjarskiptafyrirtækja eldist fer staðan versnandi. Ráðið vill einnig benda á að ekki er síður brýnt að tryggja fullnægjandi farsímasamband í heimahúsum og á vinnustöðum í dreifbýli. Þar vantar oft mikið upp á jafnvel þó ásættanlegt samband sé á þjóðveginum við húsin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?