Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

58. fundur 05. júlí 2022 kl. 08:37 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Ólafur Áki Ragnarsson varaformaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Sveinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdasviði
Þórhallur Borgarson, D-lista, sat fundinn undir málum nr. 3 - 26.

1.Fundir umhverfis- og framkvæmdaráðs 2022-2026

Málsnúmer 202206051Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga þess efnis að fastir fundardagar ráðsins færist frá þriðjudögum yfir á mánudaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að fastir fundardagar ráðsins verði hér eftir á mánudögum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Vegagerð á Jökuldalsvegi, Gilsá-Arnórsstaðir

Málsnúmer 202106178Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir breytingu á framkvæmdaleyfi sem sveitarfélagið gaf út 8. júlí 2021 vegna vegagerðar og efnistöku við Gilsá - Arnórsstaði á Jökuldal.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi smávirkjun í Loðmundarfirði

Málsnúmer 202103077Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna smávirkjunar við skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í Loðmundarfirði. Vinna hefur verið í gangi við breytingu gildandi deiliskipulags á svæðinu svo áformin geti talist í samræmi við skipulagsskilmála. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga, dags. 1. júlí 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar vegna fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði auglýst og kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti formaður athygli á mögulegu vanhæfi Sveins Jónssonar, áheyrnarfulltrúa M-lista. Tillagan var borin upp til atkvæða og samþykkt með fimm atkvæðum (JB, ÁHB, ÓÁR, EGG, ÞB), tveir sátu hjá (ÁMS, ÞÓ).

Sveinn Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Þrátt fyrir aðvörun lögfræðinga sveitarfélagsins, þess efnis að túlka lög um vanhæfi strangt (þröngt) m.a. með skírskotun í svo nefnt Mýrdalshrepps-mál, hefur Umhverfis- og Framkvæmdaráð Múlaþings kosið mig vanhæfan.
Um áheyrnarfulltrúa gildir gildir ákvæði 50. Gr laga nr. 138/2011 Sveitarstjórnarlög. Um réttindi og skyldur er þar annars lítt fjallað. Starfsreglur Alþingis skilgreina hins vegar áheyrnarfulltrúa í 7. grein, þar sem einnig er í 2. málsgr skilgreind réttindi áheyrnarfulltrúa.
Ég mun því leita úrskurðar Innviðaráðuneytis í máli þessu og ef með þarf dómstóla.
Ég ætla í ljósi vanhæfisumfjöllunar á vettvangi meirihluta sveitarstjórnar Múlaþings í ákvarðanatöku er varðar leiðarval frá Fjarðarheiðargöngum Héraðsmegin, að öll frekari málsmeðferð kunni því miður að frestast þar til endanleg niðurstaða um ætlað vanhæfi verður komin frá innviðaráðuneyti eða dómstólum. Ábyrgð á þeirri frestun, sem málsmeðferð kann að valda, vísa ég alfarið á þá sem á þessum fundi greiddu ætluðu vanhæfi mínu atkvæði sitt.

Sveinn vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga, dags. 24. júní 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Jafnframt liggur fyrir ráðinu glærukynning vegna fyrirhugaðra breytinga sem Vegagerðin kynnti fyrir sveitarstjórn og umhverfis- og framkvæmdaráði. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði auglýst og kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með því skilyrði að Vegagerðin leggi fram upplýsingar um tilfærslu á suðurleið sem kynnt var kjörnum fulltrúum á fundi 29. júní síðastliðinn og að henni verði bætt inn í vinnslutillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Valgerðarstaðir

Málsnúmer 202102240Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust við vinnslutillögu nýs deiliskipulags iðnaðar- og athafnasvæðis við Valgerðarstaði í Fellum. Vinnslutillagan var kynnt almenningi 12. maí með athugasemdafresti til 2. júní sl. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til umsagnar Umhverfisstofnunar. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samantekt um viðbrögð við umsögnum og athugasemdum sem bárust við vinnslutillögu deiliskipulagsins. Jafnframt samþykkir ráðið að brugðist verði við umsögn Umhverfisstofnunar í samræmi við tillögu A í meðfylgjandi gögnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulag, Egilsstaðir, Hreinsivirki við Melshorn

Málsnúmer 202109120Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti formaður athygli á mögulegu vanhæfi Sveins Jónssonar, áheyrnarfulltrúa M-lista. Tillagan var borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.
Þórhallur Borgarsson, D-lista, vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var tillaga þess efnis borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.

Sveinn og Þórhallur véku af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju tillaga nýs deiliskipulags fyrir hreinsivirki við Melshorn á Egilsstöðum. Tillagan var auglýst frá 19. maí til 30. júní 2022 og barst ein athugasemd sem liggur fyrir ráðinu að fjalla um. Jafnframt er lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dagsett 2. maí 2022. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur skipulagsfulltrúa að taka saman drög að umsögn um athugasemd við deiliskipulagið og athugasemd sem kemur fram í umsögn Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulagsbreyting, Steinaborg

Málsnúmer 202206144Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Steinaborgar í Berufirði vegna afmörkunar lóða á skipulagssvæðinu. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Steinaborgar í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Langahlíð 5, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202206126Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um heimild til að víkja frá skipulagskilmálum vegna byggingaráforma við Lönguhlíð 5 í Seyðisfirði. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að á lóðinni, sem er 4339 m2, megi byggja 52 m2 stórt hús en óskað er eftir heimild til að byggja sumarhús sem væri 150 m2 að stærð. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Jafnframt byggir ákvörðun ráðsins á lágu nýtingarhlutfalli lóðarinnar sem kemur til með að fara úr 0,006 í 0,035 og að fyrirhuguð bygging verður áfram staðsett innan skilgreinds byggingarreits.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um lóð, Bláargerði 1-3

Málsnúmer 202206161Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Bláargerði 1-3 á Egilsstöðum. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir parhúsum á lóðunum en sótt er um heimild til að byggja þar fjölbýlishús. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í samráði við málsaðila. Tillagan verður lögð fyrir ráðið á næsta fundi þar sem tekin verður afstaða til málsmeðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um lóð, Bláargerði 5-7

Málsnúmer 202206164Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Bláargerði 5-7 á Egilsstöðum. Á svæðinu er í gildi deiliskipulag sem gerir ráð fyrir parhúsi á lóðinni en sótt er um heimild til að byggja þar fjölbýlishús. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að láta vinna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í samráði við málsaðila. Tillagan verður lögð fyrir ráðið á næsta fundi þar sem tekin verður afstaða til málsmeðferðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um lóð, Múlavegur 52

Málsnúmer 202206133Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um lóðina Múlavegur 52 á Seyðisfirði. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Eyjólfsstaðaskógur 38

Málsnúmer 202206264Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá. Um er að ræða lóð úr landi Eyjólfsstaðaskógar Blöndalsbúðar (L157467). Mun ný landareign fá heitið Eyjólfsstaðaskógur 38. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Hreinsunarátak 2022

Málsnúmer 202206248Vakta málsnúmer

Að beiðni fulltrúa í ráðinu er tekin til umræðu þörf á hreinsunarátaki á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu öllu til þess að huga að umhverfi sínu og hreinsa til í kringum sig. Ráðið samþykkir jafnframt að gert verði ráð fyrir hreinsunarátaki í fjárhagsáætlun næsta árs og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra ásamt verkefnastjóra umhverfismála undirbúning og skipulag þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Innsent erindi, Vegna verðlagningar á byggingalóðum einbýlishúsa á Egilsstöðum

Málsnúmer 202206263Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er eftir því að verð á tilteknum byggingarlóðum á Egilsstöðum verði endurskoðað. Um er að ræða einbýlishúsalóðir við Bjarkasel 10, 12 og Bláargerði 21, 27, 51, 53 og 69.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar og felur verkefnastjóra fjármála á umhverfis- og framkvæmdasviði að taka saman drög svörum við erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Innsent erindi, boltun klifurleiða, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106121Vakta málsnúmer

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, V-lista, vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var tillaga þess efnis borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða.

Ásrún vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju erindi þar sem óskað er eftir heimild til að koma fyrir búnaði til klettaklifurs innan við Vestdalseyri í Seyðifirði. Heimastjórn Seyðifjarðar fjallaði um málið á fundi sínum 23. júní sl. og tók jákvætt í erindið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við að settur verði upp búnaður til klettaklifurs í samræmi við fyrirliggjandi umsókn en bendir á að kostnaður verkefnisins og ábyrgð á svæðinu verði á höndum umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Umferð um slóða við Hólshjáleigu

Málsnúmer 202206086Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 9. júní 2022, frá Kristínu Atladóttur íbúa í Hólshjáleigu í Hjaltastaðaþinghá. Erindið var tekið fyrir hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs þann 27. júní sl. þar sem samþykkt var að beina því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að bregðast við ábendingum um efnistöku á svæðinu. Jafnframt leggur heimastjórn til í bókun sinni að gerður verði vegur og bílastæði á völdu svæði á Héraðssöndum, í samráði við landeigendur og Landgræðsluna, til að bæta aðgengi almennings að söndunum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að setja sig í samband við forsvarsmenn um Úthéraðsverkefnið varðandi næstu skref um aðgengi að söndunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Viðhald girðingar Héraðsskóga, Skógræktarinnar, Vegagerðarinnar og Múlaþings frá Gilsá og inn í Egilsstaði

Málsnúmer 202206186Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti Þórhallur Borgarsson, D-lista, athygli á vanhæfi sínu. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi.

Þórhallur vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi, dagsett 24.6. 2022, frá Þórhalli Rúnari Ásmundssyni, Þórhalli Borgarssyni og Þórarni Andréssyni landeigendum á Ormsstöðum og Fljótsbakka, þar sem vakin er athygli á að viðhald girðingar Héraðsskóga, Skógræktarinnar, Vegagerðarinnar og Múlaþings frá Gilsá og inn í Egilsstaði sé verulega ábótavant. Heimastjórn tók erindið fyrir á fundi sínum þann 27. júní sl. þar sem samþykkt var að vísa því til umhverfis- og framkvæmdaráðs þar sem lögð verði áhersla á að finna lausn á viðhaldi þessarar girðingar og kostun þess samkvæmt samningi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að fara yfir samkomulagið með þeim aðilum er það gerðu á sínum tíma og ræða framhaldið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Útbreiðsla kerfils á Héraði

Málsnúmer 202206214Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að bregðast við útbreiðslu kerfils í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála og garðyrkjustjóra Múlaþings að taka saman upplýsingar um útbreiðslu kerfils í sveitarfélaginu og möguleg viðbrögð sem verða lagðar fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Umsókn um afnot af svæðum fyrir upplýsingavörður á Seyðisfirði

Málsnúmer 202205451Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti formaður, Jónína Brynjólfsdóttir B-lista, athygli á mögulegu vanhæfi sínu sem safnstjóri Tækniminjasafns Austurlands. Tillaga þess efnis var borin upp til atkvæða og samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Jónína vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
Varaformaður, Ólafur Áki Ragnarsson D-lista, tók við stjórn fundarins undir þessum lið.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Tækniminjasafni Austurlands þar sem óskað er eftir leyfi til uppsetningar á upplýsingavörðum á Seyðisfirði. Málið var tekið fyrir hjá heimastjórn Seyðisfjarðar þann 23. júní sl. þar sem ákvörðun um heimild til að nýta húsgrunn á lóð sveitarfélagsins við Hafnargötu 28 sem bílastæði var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra úrlausn verkefnisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland

Málsnúmer 202206272Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Austurbrú þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort unnin verði sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland. Jafnframt er í erindinu óskað eftir því að sveitarfélagið skipi tvo fulltrúa í faghóp/verkefnisstjórn sem mun fylgja verkefninu eftir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að Múlaþing verði aðili að verkefninu og skipar jafnframt Ólaf Áka Ragnarsson, fulltrúa D-lista í ráðinu, og Margréti Sveinsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála hjá Múlaþingi, í verkefnisstjórn svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

22.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2022

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Fundargerð 168. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

23.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2022

Málsnúmer 202202072Vakta málsnúmer

Fundargerð 444. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar. Jafnframt eru lagðar fram til kynningar reglur sem samþykktar voru á fundinum er lúta að styrkjum vegna fordæmisgefandi úrskurða og dómsmála er varða hafnarrekstur.

24.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dagsett 27. maí 2022 lögð fram til kynningar.

25.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 18

Málsnúmer 2205009FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 18. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Múlaþings lögð fram til kynningar.

26.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 19

Málsnúmer 2206018FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 19. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Múlaþings lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?