Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

56. fundur 10. júní 2022 kl. 11:00 - 13:20 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Ólafur Áki Ragnarsson varaformaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson gestur
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.

Málsnúmer 202205382Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. júní 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem óskað var eftir því að umsögn sveitarfélagsins bærist fyrir 8. júní 2022 er ljóst að fresturinn er liðinn. Umhverfis- og framkvæmdaráð gagnrýnir þann tímaramma sem málið var í samráðsgátt stjórnvalda með tillit til ný afstaðinna sveitarstjórnarkosninga og áskilur sér því rétt til að skila umsögn eftir að frestur rann út.

Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir með sveitarstjórn Bláskógabyggðar í umsögn hennar um mikilvægi þess að skipulagsvald sé ekki f?rt frá sveitarfélögum með setningu sérlaga sem víkja frá meginreglum skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um landskipti, Hjartarstaðir

Málsnúmer 202205399Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Hjartarstaða 2 (L158096) sem fái nafnið Hjartarstaðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Umsókn um breytingu á lóðarhafa, Vallargata 2

Málsnúmer 202201005Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Leigufélaginu Bríet ehf. dagsett 25. maí 2022 þar sem óskað er eftir því að samstarfsaðili félagsins, MVA ehf., taki við lóðinni að Vallargötu 2 á Seyðisfirði og verði skráður sem lóðarhafi hennar.
Leigufélaginu var úthlutað lóðinni á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 19. janúar síðast liðinn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um að MVA ehf. verði nýr lóðarhafi Vallargötu 2 á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um afslátt af gatnagerðargjöldum, Austurvegur 24

Málsnúmer 202204114Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi dagsett 3. júní frá lóðarhafa við Austurveg 24 á Seyðisfirði þar sem óskað er eftir sambærilegum afslætti af gatnagerðargjöldum og gefinn er af öðrum íbúðarhúsalóðum á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veittur verði 80 % afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir Austurveg 24. Forsendur ákvörðunarinnar eru þær að um nýja lóð við þegar byggða götu er að ræða og ekki kemur til verulegs kostnaðar við gatnagerð vegna hennar. Jafnframt liggur til grundvallar fyrri ákvörðun ráðsins um afslætti af lóðum í Múlaþingi til þess að hvetja til húsbygginga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um lóð, Bláargerði 13-15

Málsnúmer 202205321Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn, dags. 16. maí 2022, um parhúsalóð við Bláargerði 13-15 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta ganga frá úthlutun lóðarinnar.

Samþykkt samhliða með handauppréttingu.

6.Fundir umhverfis- og framkvæmdaráðs 2022-2026

Málsnúmer 202206051Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að fundarskipulagi fyrir næsta kjörtímabil.

Eftifarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fundað verði öllu jafna þrisvar í mánuði utan sumar- og jólafría, ekki í þeim vikum sem sveitarstjórn fundar
Fundir verða á þriðjudögum. Fjarfundir hefjast kl. 8:30 en tímasetning snertifunda verður ákveðin í hvert skipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnti starfsmenn sviðsins, fyrirhugaðar framkvæmdir sumarsins og fór yfir stöðu skipulags- og byggingarmála í sveitarfélaginu.

Lagt fram til kynningar.

8.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Farið yfir starfsemi og verkefni Seyðisfjarðarhafnar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?