Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

38. fundur 17. nóvember 2021 kl. 08:30 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson formaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varaformaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
  • Oddný Björk Daníelsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari umhverfis- og framkvæmdasviðs

1.Gjaldskrár og álagningarhlutföll 2021

Málsnúmer 202011082Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Borgarfjarðar varðandi gatnagerðargjöld. Í bókuninni beinir heimastjórn því til ráðsins að afsláttur af gatnagerðargjöldum verði sá sami hvort sem til þurfi nýlagningu gatna eður ei.

Bókunin er lögð fram til kynningar en málið er í vinnslu.

2.Varmadælulausn í Brúarásskóla

Málsnúmer 202111060Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála kynnti minnisblað varðandi kyndingu í Brúarásskóla þar sem meðal annars komu fram tillögur þess efnis að HEF veitur taki yfir borholur í eigu sveitarfélagsins í Brúarási og hugsanlega varmadælur skólans. Jafnframt liggur fyrir tölvupóstur frá framkvæmdastjóra HEF veitna þar sem óskað er eftir því að fá aðgang að borholu fyrir neysluvatn í Brúarási.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur skynsamlegt og óskar eftir því að HEF veitur taki yfir þær borholur sem sveitarfélagið hefur látið gera í Brúarási. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka upp viðræður við HEF veitur um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Kjartan Róbertsson

3.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, þétting byggðar í Einbúablá og Mánatröð

Málsnúmer 202111071Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er varðar þéttingu byggðar við Mánatröð og Einbúablá. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til lýsingarinnar og kynningar á henni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Deiliskipulagsbreyting, Eyjólfsstaðaskógur, sumarbústaðasvæði

Málsnúmer 202107065Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi sumarbústaðarsvæðis í Eyjólfsstaðaskógi frá árinu 1995.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Eyjólfsstaðaskógar, sumarbústaðasvæði, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og að fram fari grenndarkynning á áformum umsækjanda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir eigendum frístundahúsa á lóðum númer 1A, 2, 3, 4 og 5 á skipulagssvæðinu. Umsagnaraðilar verði Brunavarnir Austurlands, HEF veitur, HAUST og Minjastofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Borgarfjörður Deiliskipulag, Gamla Frystihúsið

Málsnúmer 202105092Vakta málsnúmer

Auglýsingu á deiliskipulagstillögu fyrir Gamla frystihúsið á Borgarfirði eystri lauk 29. október sl. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og HEF Veitum sem brugðist hefur verið við. Fyrir ráðinu liggja drög að umsögn við athugasemd sem barst á auglýsingatíma tillögunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu ásamt umsögn um athugasemdir eigenda Bjargs. Málinu vísað til heimastjórnar Borgarfjarðarhrepps til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Dalskógar 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202108065Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi vegna bílskúrs að Dalskógum 6 á Egilsstöðum. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum að Koltröð 5 og 7 og Dalskógum 4. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um lóð, Bláargerði 31-33

Málsnúmer 202110164Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um íbúðarlóð að Bláargerði 31-33 á Egilsstöðum dags. 26. október 2021. Jafnframt liggja fyrir fundinum tvær aðrar umsóknir um sömu lóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til b) liðar 3. greinar samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi að úthluta umsækjanda lóðinni á þeim grundvelli að umsókn barst fyrst af þeim þremur sem liggja fyrir fundinum.
Í ljósi stöðu á húsnæðismarkaði er úthlutunin gerð með fyrirvara um að umsækjandi leggi fram innan 15 virkra daga staðfestingu frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun sem sýnir fram á að umsækjandi geti fjármagnað framkvæmdirnar.
Verði staðfestingu ekki skilað innan tilskilins frests fellur úthlutun úr gildi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um lóð, Bláargerði 31-33

Málsnúmer 202110194Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um íbúðarlóð að Bláargerði 31-33 á Egilsstöðum dags. 27. október 2021. Jafnframt liggja fyrir fundinum tvær aðrar umsóknir um sömu lóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar umsókninni með vísan til b) liðar 3. greinar samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi þar sem að umsókn barst önnur í röðinni af þeim þremur sem liggja fyrir fundinum og lóðinni hefur verið úthlutað öðrum.
Komi til þess að sú úthlutun falli niður eða lóðinni verði skilað samþykkir ráðið að henni verði úthlutað til umsækjanda.

Í ljósi stöðu á húsnæðismarkaði yrði sú úthlutun gerð með fyrirvara um að umsækjandi leggi fram innan 15 virkra daga staðfestingu frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun sem sýnir fram á að umsækjandi geti fjármagnað framkvæmdirnar. Verði þeirri staðfestingu ekki skilað innan tilskilins frests fellur úthlutun úr gildi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um lóð, Bláargerði 31-33

Málsnúmer 202111002Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um íbúðarlóð að Bláargerði 31-33 á Egilsstöðum dags. 31. október 2021. Jafnframt liggja fyrir fundinum tvær aðrar umsóknir um sömu lóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hafnar umsókninni með vísan til b) liðar 3. greinar samþykktar um úthlutun lóða í Múlaþingi þar sem að umsókn barst þriðja í röðinni af þeim þremur sem liggja fyrir fundinum og lóðinni hefur verið úthlutað öðrum.
Komi til þess að sú úthlutun falli niður eða lóðinni verði skilað og jafnframt úthlutun til þess sem var annar í röðinni eða að sá aðili skili lóðinni samþykkir ráðið að henni verði úthlutað til umsækjanda.

Í ljósi stöðu á húsnæðismarkaði yrði sú úthlutun gerð með fyrirvara um að umsækjandi leggi fram innan 15 virkra daga staðfestingu frá viðskiptabanka eða fjármálastofnun sem sýnir fram á að umsækjandi geti fjármagnað framkvæmdirnar. Verði þeirri staðfestingu ekki skilað innan tilskilins frests fellur úthlutun úr gildi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um landskipti, Hákonarstaðir 5

Málsnúmer 202111082Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um landskipti. Stofna á lóð úr landi Hákonarstaða 2 (L156902) sem fær heitið Hákonarstaðir 5.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um landskipti, Eyvindará 16

Málsnúmer 202111086Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um landskipti. Stofna á lóð úr landi Eyvindarár 1 (L157589) sem fær heitið Eyvindará 16.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram að lokinni afgreiðslu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðarhrepps

Málsnúmer 202111070Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá skipulagsfulltrúa Vopnafjarðarhrepps dags. 3. nóvember 2021 við skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð lýsir yfir áhuga á að samráð verði haft við Múlaþing um þá þætti aðalskipulagsins sem talist geta sameiginlegir með sveitarfélögunum eða þar sem samstarf kemur til greina. Á það til dæmis við um samgöngur milli sveitarfélaganna og fyrirsjáanlegar áskoranir í úrgangsmálum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Móttaka á sorpi á hafnasvæðum

Málsnúmer 202103056Vakta málsnúmer

Áætlanir um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa fyrir hafnir Múlaþings eru lagðar fram til kynningar.

14.Þátttakendur í degi um fórnarlömb umferðarslysa.

Málsnúmer 202011034Vakta málsnúmer

Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi dag um fórnarlömb umferðarslysa lagt fram til kynningar.

15.Byggingarnefnd menningarhúss

Málsnúmer 202012176Vakta málsnúmer

Fundargerð byggingarnefndar menningarhúss á Egilsstöðum dags. 21. október 2021 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?