- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Til máls tóku í þessari röð: Elvar Snær Kristjánsson, Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Jakob Sigurðsson, Vilhjálmur Jónsson, Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir og Hildur Þórisdóttir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi niðurstaðna frumathugunarskýrslu vegna ofanflóðahættu á svæðinu við Stöðvarlæk á Seyðisfirði samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup húseigna á umræddu svæði.
Þær húseignir sem um er að ræða eru eftirtaldar:
Hafnargata 40B
Hafnargata 42
Hafnargata 42B
Hafnargata 44B
Sveitarstjórn leggur áherslu á að við mat á umræddum eignum verði litið til þeirra menningarverðmæta sem í þeim felast og endurbóta sem á þeim hafa verið gerðar í samráði við Minjastofnun Íslands, þar sem það á við.
Einnig leggur sveitarstjórn áherslu á að við mat á eignunum verði horft til enduröflunarvirðis þeirra.
Í frumathugunarskýrslunni kemur fram að ekki er unnt að verja byggðina fyrir skriðuföllum þannig að ásættanleg áhætta náist. Sveitarstjórnin samþykkir því að ekki verði heimiluð íbúðarbyggð á þessu svæði.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.