Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

7. fundur 01. febrúar 2021 kl. 16:00 - 16:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
  • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Fyrir lá frumathugunarskýrsla varðandi mögulegar ofanflóðavarnir fyrir íbúðabyggð við Stöðvalæk á Seyðisfirði. Fram kemur að mögulegt er að verjast minni skriðum að stærð allt að um 5.000 m3 en ekki er talið raunhæft að verjast skriðum úr sífreranum undir Strandartindi eða skriðum úr hlíðum farvegar Stöðvalækjar ofan Neðri-Botna með góðu móti. Byggðin við Stöðvarlæk yrði því áfram á hættusvæði C, þó svo gripið yrði til aðgerða varðandi ofanflóðavarnir.

Til máls tóku í þessari röð: Elvar Snær Kristjánsson, Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Jakob Sigurðsson, Vilhjálmur Jónsson, Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Í ljósi niðurstaðna frumathugunarskýrslu vegna ofanflóðahættu á svæðinu við Stöðvarlæk á Seyðisfirði samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup húseigna á umræddu svæði.

Þær húseignir sem um er að ræða eru eftirtaldar:

Hafnargata 40B
Hafnargata 42
Hafnargata 42B
Hafnargata 44B

Sveitarstjórn leggur áherslu á að við mat á umræddum eignum verði litið til þeirra menningarverðmæta sem í þeim felast og endurbóta sem á þeim hafa verið gerðar í samráði við Minjastofnun Íslands, þar sem það á við.
Einnig leggur sveitarstjórn áherslu á að við mat á eignunum verði horft til enduröflunarvirðis þeirra.

Í frumathugunarskýrslunni kemur fram að ekki er unnt að verja byggðina fyrir skriðuföllum þannig að ásættanleg áhætta náist. Sveitarstjórnin samþykkir því að ekki verði heimiluð íbúðarbyggð á þessu svæði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?