Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

45. fundur 14. febrúar 2024 kl. 13:00 - 17:30 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Starfsreglur svæðisskipulagsnefndar

Málsnúmer 202402052Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til afgreiðslu starfsreglur svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaganna á Austurlandi.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Berglind Harpa Svararsdóttir kom til svara, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi starfsreglur svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaganna á Austurlandi sem eru unnar í samræmi við 9. gr. skipulagslaga og hafa hlotið umsögn Skipulagsstofnunar.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ES).

2.Haustþing SSA og aðgerðaráætlanir 2023

Málsnúmer 202309159Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að aðgerðum frá haustþingi SSA sem haldið var 28. til 29. september 2023. Meðfylgjandi tillögum varðandi þróun Loftbrúar og aðgengi að þriggja fasa rafmagni er vísað til sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir sem bar upp fyrirspurn og Björn Ingimarsson kom til svara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að óska eftir umsögn fjölskylduráðs og ungmennaráðs varðandi æskilega þróun Loftbrúar einkum með tilliti til ferðalaga íþróttafólks. Er umsagnir liggja fyrir verður ályktað um málið í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir að haldið verði áfram samtali við ráðuneyti og Rarik varðandi lagningu 3ja fasa rafmagns í dreifbýli innan sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Erindi, samstarf um starfsemi nytjamarkaðarins Notó Djúpavogi

Málsnúmer 202402008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá foreldrafélagi Djúpavogskóla varðandi starfsemi nytjamarkaðarins Notó.

Til máls tók: Guðný Lára Guðrúnardóttir.

Eftirfarandi tillaga lög fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fela verkefnisstjóra umhverfismála ásamt fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi að huga að því hvort hægt sé að koma á aðstöðu til móttöku nytjahluta á Djúpavogi í samstarfi við foreldrafélag Djúpavogsskóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Húsnæðismál Fellaskóla

Málsnúmer 202401139Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá starfsfólki Fellaskóla varðandi húsnæðismál skólans.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Guðný Lára Guðrúnardóttir, Eyþór Stefánsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson kom til svara, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson til andsvara og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eyþór Stefánsson lagði fram fyrir hönd VG,L og M lista eftirfarandi breytingartillögu:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur áskorun starfsfólks Fellaskóla og samþykkir að snúa við áðurnefndri ákvörðun um notkun Fellaskóla á húsnæði Gamla Hádegishöfða. Auk þess felur sveitarstjórn Múlaþings fjölskylduráði að skipa starfshóp hvers hluterk verði að greina þá valkosti er koma til greina varðandi húsnæðismál Fellaskóla og leikskóla á héraði. Starfshópurinn verði skipaður fulltrúa frá meirihluta í fjölskylduráði, fulltrúa frá minnihluta í fjölskylduráði, fulltrúa starfsmanna Fellaskóla og leikskólafulltrúa.

Breytingartillagan felld með sex atkvæðum, 5 samþykkir (ES,HHÁ,HÞ,ÁMS,ÞJ)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi erindis starfsfólks Fellaskóla felur sveitarstjórn Múlaþings fjölskylduráði að skipa starfshóp hvers hlutverk verði að greina þá valkosti er koma til greina varðandi lausn húsnæðismála Fellaskóla fram að þeim tíma þegar farið verður í að stækka húsnæðið en það er á áætlun fyrir árin 2030-2032. Starfshópurinn verði skipaður fulltrúa frá meirihluta í fjölskylduráði, fulltrúa frá minnihluta í fjölskylduráði og fulltrúa starfmanna Fellaskóla. Fræðslustjóri og framkvæmda- og umhverfismálastjóri starfi með starfshópnum. Starfshópurinn skili niðurstöðum til fjölskylduráðs til afgreiðslu fyrir lok mars nk.

Samþykkt með sex atkvæðum ,fjórir sátu hjá (ES,HHÁ,HÞ,ÁMS) einn á móti (ÞJ)

Fulltrúar L- VG og M-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Erindi sem þessi eru viðbúin þegar viðhöfð eru ófagleg vinnubrögð í ákvarðanatöku. Fulltrúar L- V -og M-lista harma vinnubrögðin sem viðhöfð voru í þessu máli og illa rökstudda niðurstöðu meirihlutans og vona enn fremur að betur verði staðið að ákvarðanatöku sem þessari í framtíðinni. Veigamiklar ákvarðanir sem þessar eiga að vera teknar að vel ígrunduðu máli og á grundvelli ítarlegra gagna. Við lýsum þó yfir samstarfsvilja til að vinna málið áfram en frábiðjum okkur jafn gerræðisleg vinnubrögð og viðhöfð hafa verið í þessu máli hingað til.

5.Heimastjórn Borgarfjarðar - 44

Málsnúmer 2401025FVakta málsnúmer

Til máls tók: Einar Freyr Guðmundsson vegna liðar 3.

Lagt fram til kynningar.

6.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 43

Málsnúmer 2401030FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 5, Eyþór Stefánsson,

Lagt fram til kynningar.

7.Heimastjórn Djúpavogs - 46

Málsnúmer 2401014FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 6, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson svaraði fyrirspurn Hildar, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Guðný Lára Guðrúnardóttir. Vegna liðar 9, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Guðný Lára Guðrúnardóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Guðný Lára Guðrúnardóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson til svara. Vegna liðar 13, Hildur Þórisdóttir.

Lagt fram til kynningar.

8.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 43

Málsnúmer 2401017FVakta málsnúmer

Við upphaf þessara dagskráliðar vakti Þröstur Jónsson á mögulegu vanhæfi Jónínu Brynjólfsdóttur vegna liðar 4 þessara fundagerðar. Varaforseti tók við stjórn fundarins og opnaði mælendaskrá, til máls tóku Jónína Brynjólfsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson. 1. Varaforseti bar síðan upp vanhæfistillöguna og var hún felld með sjö atkvæðum en fjórir sátu hjá (Þj,HHÁ, ES,ÁMS)


Til máls tóku: Vegna liðar 5, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn og Hildur Þórisdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir kom til svara og Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar. Vegna liðar 1, Hildur Þórisdóttir. Vegna liðar 8, Eyþór Stefánsson. Vegna liðar 6, Hildur Þórisdóttir

Lagt fram til kynningar.

9.Byggðaráð Múlaþings - 104

Málsnúmer 2401016FVakta málsnúmer

Við upphaf þessara dagskráliðar vakti Jónína Brynjólfsdóttir athygli á mögulegu vanhæfi sínu vegna liðar 3 þessara fundagerðar. 1. Varaforseti tók við stjórn fundarins og opnaði mælendaskrá og tók Jónína Brynjólfsdóttir til máls.
1. Varaforseti bar síðan upp vanhæfistillöguna og var hún samþykkt með sex atkvæðum, þrír sátu hjá (Þj,HHÁ,ÁMS) og tveir á móti (EFG,ES). Vék þá Jónína Brynjólfsdóttir af fundi við afgreiðslu liðarins. Að afgreiðslu umræðu liðarins loknum kom Jónína Brynjólfsdóttir aftur á fundinn og tók við stjórn fundarins. Til umræðu voru svo tekin aðrir liðir þessarar fundargerðar.

Lagt fram til kynningar.

10.Byggðaráð Múlaþings - 105

Málsnúmer 2401022FVakta málsnúmer

Við upphaf þessara dagskráliðar vakti Þröstur Jónsson á mögulegu vanhæfi Jónínu Brynjólfsdóttur vegna liðar 9 þessara fundagerðar. 1. Varaforseti tók við stjórn fundarins og opnaði mælendaskrá en enginn tók til máls. 1. Varaforseti bar síðan upp vanhæfistillöguna og var hún felld með sjö atkvæðum en fjórir sátu hjá (Þj,HHÁ, ES,ÁMS).

Til máls tóku: Vegna liðar 6, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson til svara, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson með andsvar, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir til svara, Helgi Hlynur Ásgrímsson með andsvar, Þröstur Jónsson til svara, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson til svara, Hildur Þórisdóttir.

Lagt fram til kynningar.

11.Byggðaráð Múlaþings - 106

Málsnúmer 2401026FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegnar liðar 6, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Jónína Brynjólfsdóttir sem kom til svara.

Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 105

13.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 106

Málsnúmer 2401023FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 1, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson kom til svara, Eiður Gísli Guðmundsson, Björn Ingimarsson, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Björn Ingimarsson, Eyþór Stefánsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Guðný Lára Guðrúnardóttir, Eiður Gísli Guðmundsson, Hildur Þórisdóttir, Björn Ingimarsson sem kom til svara og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 107

15.Fjölskylduráð Múlaþings - 91

Málsnúmer 2401004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð Múlaþings - 92

Málsnúmer 2401013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð Múlaþings - 93

Málsnúmer 2401024FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Fjölskylduráð Múlaþings - 94

Málsnúmer 2401029FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?