Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

5. fundur 06. janúar 2021 kl. 14:00 - 15:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
  • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir varamaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri kynnti í upphafi fundar bréf frá forseta Íslands dagsett 22. desember, þar sem hann sendir hlýjar jóla- og áramótakveðjur til Seyðfirðinga og íbúa Múlaþings. Jafnframt sendir hann þakkir til Austfirðinga fyrir hlýhug og samstöðu í kjölfar hamfaranna á Seyðisfirði og til allra sem sinntu almannavörnum og björgunarstörfum á vettvangi.


Farið yfir stöðu mála á Seyðisfirði.
Eftirtaldir tóku til máls undir þessum lið og í þessari röð: Elvar Snær Kristjánsson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Hildur Þórisdóttir, Kristjana Sigurðardóttir, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Hildur Þórisdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Vilhjálmur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Jódís Skúladóttir, Jakob Sigurðsson, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir, Jódís Skúladóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, Þröstur Jónsson, Jakob Sigurðsson og Vilhjálmur Jónsson.

Að höfðu samráði við Náttúruhamfaratryggingu Íslands er eftirfarandi tillaga lögð fram:

Sveitarstjórn Múlaþings heimilar ekki endurbyggingu húsa á eftirtöldum lóðum fyrr en hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum fyrir umræddar lóðir.

Altjón.

Íbúðarhúsnæði:
Breiðablik Austurvegur 38a
Framhúsið Hafnargata 6
Berlín Hafnargata 24
Dagsbrún Hafnargata 26
Sandfell Hafnargata 32

Annars konar húsnæði:
Silfurhöllin Hafnargata 28
Turninn Hafnargata 34
Skipasmíðastöðin Hafnargata 29
Gamla skipasmíðastöðin Hafnargata 31
Tækniminjasafnið Hafnargata 38 a

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?