Fara í efni

Öldungaráð Múlaþings

5. fundur 02. mars 2023 kl. 13:00 - 14:30 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Baldur Pálsson
  • Íris Dóróthea Randversdóttir
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir
  • Gyða Vigfúsdóttir
  • Jóhann Björn Sveinbjörnsson
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir
Starfsmenn
  • Helga Þórarinsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Kosning formanns og varaformanns

Málsnúmer 202302133Vakta málsnúmer

Öldungaráð kýs Írisi Dórótheu Randversdóttur sem formann ráðsins og Gyðu Vigfúsdóttur sem varaformann.

Samþykkt einróma með lófataki.

2.Starfshættir nefndar og erindisbréf

Málsnúmer 202302134Vakta málsnúmer

Farið yfir erindisbréf öldungaráðs og rætt um hlutverk þess og markmið. Með vísan í þau verkefni sem ráðinu eru falin vill það koma á framfæri undrun sinni á að seta í ráðinu sé ólaunuð og ekki greitt fyrir akstur þegar aka þarf á milli byggðarkjarna. Ráðsmeðlimir velta fyrir sér hvort þetta endurspegli viðhorf stjórnvalda til aldraðra.

3.Starfshópur um gerð loftslagsstefnu fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202110188Vakta málsnúmer

Múlaþing hefur skipað starfshóp sem vinna skal að loftslagsstefnu fyrir sveitarfélagið. Óskað hefur verið eftir fulltrúa úr Öldungaráði í starfshópinn. Baldur Pálsson er skipaður fulltrúi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?