Fara í efni

Öldungaráð Múlaþings

4. fundur 01. júní 2022 kl. 13:00 - 14:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Björn Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Stefán Þórarinsson aðalmaður
  • Gyða Vigfúsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri

1.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Öldungaráð Múlaþings vekur athygli á að ofangreind vinnslutillaga sem nú er kynnt, gengur lengra en skipulagslýsingin, sem kynnt var á s.l. ári, hvað varðar að þrengt er að svæðinu sem ætlað er til frekari starfsemi heilbrigðisstofnana á Egilsstöðum. Samkvæmt vinnslutillögunni eru mörk íþróttasvæðisins komin að lóð Dyngju og lokar því fyrir frekari þróun heilbrigðisstofnana í þá áttina.
Í bókun ráðsins frá 16.12.2021 var vakin athygli á að hugsa þarf til framtíðar hvað þessa þjónustu hér varðar og að nú þegar er skortur á hjúkrunarrými. Þá styður Öldungaráðið heilshugar óskir eldri borgara um að á þessu svæði verði gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði fyrir eldri borgara. Ljóst er að þörf fyrir slíkt íbúðarhúsnæði fer vaxandi og verður ekki leyst til frambúðar með fyrirhugaðri byggingu við Miðvang 8. Mikilvægt er að búseta eldri borgara sé í góðum tengslum við þá fjölbreyttu þjónustu sem eldri borgarar þurfa að sækja og nú þegar er þarna í næsta nágrenni. Það þjónar hagsmunum sveitarfélagsins að nýta sem best þá þjónustu fyrir eldri borgara, sem nú þegar er þar til staðar.
Öldungaráðið gerir eftirfarandi athugasemdir við vinnslutillöguna eins og hún er nú send ráðinu til umfjöllunar.
1.
Á svæðinu næst Dyngju verði gert ráð fyrir íbúðum fyrir aldraða.
2.
Einnig verði þar gert ráð fyrir frekari uppbyggingu hjúkrunarrýma.
3.
Gert verði ráð fyrir að frekari starfsemi heilbrigðisþjónustu geti þróast inn
á þetta svæði. Með þessum athugasemdum er verið að halda opnum möguleikum á svæðinu varðandi þróun þjónustu við eldri borgara í stað þess að þrengja þá.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?