Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Melshorn

Málsnúmer 202502138

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 143. fundur - 10.03.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá Sniddu, arkitektastofu fyrir hönd HEF veitna þar sem óskað er eftir heimild til breytinga á gildandi deiliskipulagi hreinsivirkis við Melshorn á Egilsstöðum. Breytingin felst í því að hámarkshæð bygginga verði 8,5 m í stað 7 m. Breytingin er á afmörkuðu svæði, víkur ekki frá notkun þess og er í samræmi við þá byggð sem fyrir er.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar og grenndarkynningar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með fyrirvara um jákvæða umsögn ISAVIA innanlandsflugvalla, fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi hreinsivirkis við Melshorn í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd