Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaheimild, Lagnir, Eiðar

Málsnúmer 202501218

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 56. fundur - 06.03.2025

Fyrir liggur til umsagnar heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, sem náttúruverndarnefndar, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar 2.5 km háspennustrengs, sem lagður verður í jörðu og kemur í stað loftlínu, (Eiðalínu) sem reist var árið 1985. Strengurinn mun að hluta til liggja í gegnum land sem tilgreint er á B-hluta náttúruminjaskrár. Á fundinum undir þessum lið sat Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir athugasemdir Náttúrurverndarstofnunar og þær ábendingar sem koma fram í umsögn hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd