- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Í umsögn Veðurstofu Íslands 20.01. 2024 um tillögu MAST að rekstrarleyfi fyrir laxeldið í Seyðisfirði kemur skýrt fram það mat Veðurstofunnar að gera þurfi frekara hættumat. Það byggir á því að slíkt mat hefur ekki verið gert gagnvart þeim möguleika að ofanflóð falli og ógni laxeldismannvirkjum, beint eða óbeint vegna flóðbylgju, svo af hlytist umhverfisslys vegna risavaxinnar slysasleppingar, mengunar eða annarra ófyrirséðra afleiðinga. Með hliðsjón af þessu beinir umhverfis- og framkvæmdaráð því til sveitarstjórnar að taka undir mat Veðurstofu Íslands og hvetja til frekara hættumats, áður en tekin verður afstaða til leyfisveitingar.
Tillagan var felld með 4 atkvæðum (JB, ÞB, EGG, BSP), 2 voru samþykkir (PH, ÞÓ) og 1 sat hjá (ÁHB).
Fulltúar V-lista (PH og ÞÓ) leggja fram eftirfarandi bókun:
Með því að meirihluti Umhverfis- og framkvæmdaráðs felldi ofangreinda tillögu, þá teljum við að horft sé fram hjá þeim möguleika að orðið geti ofanflóð sem ógni laxeldismannvirkjum með alvarlegum afleiðingum, ekki síst fyrir náttúru og lífríki. Slíkt samræmist að okkar mati ekki skyldum og góðum starfsháttum fagráðs sem hefur beina aðkomu að skipulagi landmegin við netalögn, þ.e. innan 115 m frá stórstraumsfjöru.
Lagt fram til kynningar.