Fara í efni

Yfirlýsing frá Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli

Málsnúmer 202501189

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 141. fundur - 28.01.2025

Fyrir liggur yfirlýsing Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi vegna lokunar flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi sem lýsir yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra takmarkana á flugumferð með lokun flugbrauta um Reykjavíkurflugvöll. Sú aðgerð skerðir aðgengi landsbyggðarinnar að bráðaþjónustu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og hefur þannig áhrif á batahorfur og lífslíkur sjúklinga á landsbyggðinni sem er á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu.
Byggðaráð Múlaþings leggur þunga áherslu á að Reykjavíkurborg og önnur yfirvöld bregðist fljótt við með þeim hætti að ekki muni koma til takmarkana á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll.
Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við Reykjavíkurborg ásamt þingmönnum kjördæmisins og þeir hvattir til að beita sér að fullu fyrir hönd sinna íbúa.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd