Fara í efni

Þarfagreining stöðugilda HSA

Málsnúmer 202501178

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 141. fundur - 28.01.2025

Fyrir liggur bréf frá Heilbrigðisstofnun Austurlands varðandi þarfagreiningu stofnunarinnar í samræmi við tillögur starfshóps um jöfnun á aðgengi að sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi bréfs frá Heilbrigðistofnun Austurlands varðandi þarfagreiningu stofnunarinnar samþykkir byggðaráð að fela sveitarstjóra, í samráði við sveitarfélög á Austurlandi, að senda tillögu til stjórnvalda um þörf á fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki á svæðinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd