Fara í efni

Umsókn um lóð, Fjóluhvammur 4

Málsnúmer 202412196

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 143. fundur - 10.03.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um byggingarlóð við Fjóluhvamm 4 (L198816) í Fellabæ ásamt beiðni um heimild til að víkja frá skipulagskilmálum gildandi deiliskipulags. Fyrirhugað er að reisa á lóðinni einbýlishús með eftirfarandi frávikum frá deiliskipulagi:
1) Hækkun á gólfkóta úr 33,7 í 34,9
2) Bygging út fyrir byggingarreit; íbúðarhluti 4,05m og bílskúr 7,7m
3) Nýtingarhlutfall verður 0,23 í stað 0,16
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar málsaðila að leggja fram óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi
í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin verði grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Fjóluhvamm 1, 2 og 3, ásamt Smárahvammi 2, í samræmi við gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð. Málið verður tekið fyrir að nýju að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 09:50
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd