Fara í efni

Menningarstyrkir 2025, fyrri úthlutun

Málsnúmer 202411143

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings - 34. fundur - 21.11.2024

Fulltrúi ungmennaráðs í úthlutun menningarstyrkja Múlaþings er Helgi Sævar Steingrímsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 141. fundur - 28.01.2025

Fyrir liggur tillaga að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2025 samtals að fjárhæð um 8,2 millj.kr., á grundvelli umsókna. Elsa Guðný Björgvinsdóttir, verkefnastjóri á sviði menningarmála, kom inn á fundinn undir þessum lið.

Við upphaf þessa liðar vakti Vilhjálmur Jónsson máls á mögulegu vanæfi sínu vegna tengsla sem stjórnamaður í Minjasafni Austurlands. Bar formaður (BHG) upp vanhæfistillöguna sem var samþykkt samhljóða. Vék VJ af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa máls.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir framlagðar tillögur að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2025 og felur verkefnastjóra á sviði menningarmála að annast úthlutun í samræmi við gildandi reglur.

Samykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Elsa Guðný Björvinsdóttir - mæting: 09:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd