Fara í efni

Meðhöndlun textíls

Málsnúmer 202411072

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 143. fundur - 10.03.2025

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Framlagt til kynningar minnisblað um meðhöndlun textíls í Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð gagnrýnir ákvörðun stjórnvalda að skylda sveitarfélög til að safna textíl án þess að því fylgi nokkurt fjármagn. Umhverfis- og framkvæmdaráð telur brýnt að stjórnvöld innleiði greiðslur til sveitarfélaga vegna söfnunar á textíl til dæmis í formi úrvinnslugjalds eins og fyrir ýmsa aðra úrgangsflokka, sem verði afturvirkar til gildistöku laganna.
Ráðið bendir á að framleiðsla textíls er megnandi iðnaður og því mikilvægt að stuðla að endurvinnslu og endurnýtingu hans til dæmis með því að mynda hagræna hvata og styðja við nýsköpun.

Umhverfis- og framkvæmdaráð skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að klára samtal sitt við ríkið um framkvæmd úrvinnslugjalds á textíl.

Samþykkt samhljóða.



Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 08:40
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd