Fara í efni

Byggðarverkefni, samstarf

Málsnúmer 202408079

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 48. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggur innsent bréf dags.14.ágúst frá samtökunum Landsbyggðin lifi (LBL) til heimastjórnar Seyðisfjarðar, þar sem leitast er eftir áhugasömum byggðakjörnum til að taka þátt í samstarfsverkefni með systursamtökum LBL í Finnlandi, Danmörku og Svíðþjóð. Verkefnið miðar af því að kanna hvað þarf til, til að fá fólk í þessi smærri samfélög, og hvað hamlar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar erindið sem er mjög áhugavert og gæti hentað vel fyrir lítið samfélað eins og Seyðisfjörð. Fulltrúa sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?