Fara í efni

Umsókn um frávik frá skipulagsskilmálum, Álfaás

Málsnúmer 202407018

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 122. fundur - 08.07.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um heimild til að víkja frá skipulagskilmálum vegna byggingaráforma í landi Álfaáss á Völlum (L225260). Fyrirhuguð áform gera ráð fyrir að viðbygging verði staðsett 10m suður af byggingarreit sem skilgreindur er í deiliskipulagi nr. 2. Áformin fylgja skipulagsskilmálum að öðru leiti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?