Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi, Egilssel 4, 700,

Málsnúmer 202406171

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 122. fundur - 08.07.2024

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi vegna byggingu íbúðarhúss á lóðinni Egilssel 4 (L205262) á Egilsstöðum.
Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til heimildar um frávik frá skipulagsskilmálum deiliskipulags.
Gildandi deiliskipulag íbúðabyggðar við Selbrekku er frá árinu 2004 og með síðari breytingum er á lóðinni gert ráð fyrir byggingarreit bílgeymslu austan megin við íbúðarhús. Á fyrirliggjandi aðaluppdráttum er bílgeymsla teiknuð vestan megin íbúðarhússins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Jafnframt byggir ákvörðun ráðsins á því að sama fyrirkomulag er á Egilsseli 2.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?