- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 4.11.2023, frá Jóni Elvari Gunnarssyni, formanni Félags nautgripabænda á Héraði og fjörðum, um málefni landbúnaðar.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir það sem fram kemur í tölvupósti frá formanni Félags nautgripabænda á Héraði og fjörðum um að í ljósi stöðu bænda vegna kostnaðarhækkana og hækkunar vaxta á liðnum árum sé afar mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæður.
Jafnframt áréttar heimastjórn Fljótsdalshéraðs umsögn sína frá 5.4. 2023 um landsbúnaðarstefnu fyrir Ísland til ársins 2040, en þar segir:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur jákvætt og fagnar því að til standi að setja landbúnaðarstefnu fyrir Ísland. Heimastjórnin tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig telur heimastjórn Fljótsdalshéraðs mikilvægt að aðgerðaáætlun styðji við stefnuna þannig að rekstrarskilyrði og samkeppnishæfni í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi geri starfsaðstæður og starfskjör þeirra sem starfa í landbúnaði sambærileg og samkeppnishæf við það sem almennt gerist á vinnumarkaði á Íslandi.
Þá leggur heimastjórn áherslu á að brýnt sé að aðgerðaáætlun styðji við að sem fyrst komi til framkvæmda leiðir til að styðja við kynslóðaskipti og nýliðun í landbúnaði. Liður í því gæti verið að koma á búsetuskyldu á lögbýlum vegna uppkaupa og jarðasöfnunar aðila.
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til sveitarstjórnar að taka málið til umfjöllunar á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.