Fara í efni

Lýsing í íþróttahúsinu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310007

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 39. fundur - 11.10.2023

Fyrir fundinum lá innsent erindi frá Gunnari Sverrissyni dags. 29.09.2023 varðandi lýsingar í og við íþróttahúsið á Seyðisfirði.

Heimastjórn þakkar Gunnari fyrir erindið og tekur undir að aðstæður varðandi lýsingar í íþróttahúsinu eru óboðlegar og fer fram á að peruskiptum verði sinnt á meðan verið er að vinna að framtíðarhönnun á lýsingu í húsinu. Heimastjórn hvetur viðeigandi aðila að hjálpast að við að koma þessu í framkvæmd. Heimastjórn hyggst skoða aðstæður í íþróttahúsinu á næstunni.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 15:15

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 41. fundur - 07.12.2023

Heimastjórn heimsótti íþróttahúsið á Seyðisfirði og fékk góða yfirferð hjá forstöðumanni á húsinu á starfseminni og því viðhaldi sem bíður. Lýsingar standa til bóta, skipt verður um ljós í íþróttasalnum á næstu vikum og framkvæmdir við lýsingu á göngum og klefum í kjölfarið. Einnig er á áætlun að pússa upp og
lakka gólfið í íþróttasalnum næsta sumar. Viðhaldi í íþróttahúsinu hefur verið ábótavant og telur heimastjórn mikilvægt að þeim framkvæmdum verði fylgt eftir á markvissan hátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?