Fara í efni

Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202308090

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 94. fundur - 18.09.2023

Undir þessum lið vakti Þórhallur Borgarson máls á mögulegu vanhæfi sínu sem einn landeiganda að Ormsstöðum 1. Formaður bar upp tillögu þess efnis og var hún samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum. ÞB vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Ásdís Hafrún Benediktsdóttir vakti þá máls á mögulegu vanhæfi sínu vegna vensla við landeigendur og ábúendur á Gilsárteigi. Formaður bar upp tillögu þess efnis og var hún samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum. ÁHB vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu máls.


Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað dagsett 18. ágúst 2023 frá EFLU fyrir hönd Orkusölunnar ehf. þar sem óskað er eftir heimild sveitarfélagsins til að vinna breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna fyrirhugaðra áforma um byggingu 6,7 MW vatnsaflsvirkjunar ofarlega í Gilsá í Eiðaþinghá.

Starfsmenn EFLU fylgdu minnisblaðinu eftir á fundinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila málsaðila að láta vinna skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna fyrirhugaðra áforma um byggingu 6,7 MW vatnsaflsvirkjunar ofarlega í Gilsá í Eiðaþinghá. Lýsingin verður lögð fyrir ráðið þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Kamma Dögg Gísladóttir - mæting: 08:45
  • Snævarr Örn Georgsson - mæting: 08:45

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 99. fundur - 06.11.2023

Við upphaf máls vöktu ÞB og ÁHB máls á vanhæfi sínu við afgreiðslu málsins. Formaður úrskurðaði um augljóst vanhæfi ÞB og ÁHB með vísan í fyrri atkvæðagreiðslu um vanhæfi þeirra á 94. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs við sama mál. Véku þau af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing, dags. 5. október 2023, vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og nýs deiliskipulags fyrir vatnsaflsvirkjun í Gilsárdal í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdaráð bendir þó á bókanir byggðaráðs frá 28. febrúar og sveitarstjórnar frá 15. mars þessa árs en þar kemur fram: Með vísan til bókunar byggðaráðs Múlaþings, dags. 28.02.23, og stjórnar Samtaka stjórnar orkusveitarfélaga, dags. 17.02.23, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að staldra við í skipulagsmálum mögulegra virkjana þar til sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 41. fundur - 15.11.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 06.11.2023, varðandi tillögu er varðar breytingar á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 -2028.

Undir þessum lið vakti Benedikt Warén máls á hugsanlegu vanhæfi sínu vegna tengsla. Forseti bar upp vanhæfistillögu sem var samþykkt með 10 atkvæðum einn sat hjá (BVW)
Benedikt vék af fundi undir þessum lið en sat fundinn undir öðrum liðum.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hyldur Þórisdóttir með fyrispurn,Jónína Brynjólfs sem svaraði fyrirspurn Hildar, Ívar Karl Hafliðason, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Við fundarstjórn tók Hildur þórisdóttir á meðan Jónína Brynjólfs tók til máls undir þessu máli.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og nýs deiliskipulags fyrir vatnsaflsvirkjun í Gilsárdal í Múlaþingi verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins. Við endanlega afgreiðslu málsins skal horft til þess að tekin hafi verið afstaða til þess að sanngjörn gjöld af nýtingu auðlindarinnar er tengjast mögulegum virkjunum hafi verið fest í lög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?