Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Hamar í Hamarsfirði

Málsnúmer 202308049

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 94. fundur - 18.09.2023

Eiður Gísli Guðmundsson vakti athygli á mögulegu vanhæfi Ásdísar Hafrúnar Benediktsdóttur. Formaður bar upp tillögu þess efnis og var hún samþykkt samhljóða og vék Ásdís af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Jökulfell ehf. dagsett 14. ágúst 2023 um framkvæmdaleyfi til efnistöku í grjótnámu í landi Hamars í Hamarsfirði.
Svæðið er tilgreint í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 og skilgreint sem efnistökusvæði N15: Klettar við Urðarhjalla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út leyfi þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd