Fara í efni

17. júní á Fljótsdalshéraði 2023

Málsnúmer 202305153

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 84. fundur - 16.05.2023

Fyrir liggur erindi frá fimleikadeild Hattar þar sem óskað er eftir hækkun á framlagi Múlaþings til að halda utan um hátíðarhöld á 17. júní á Egilsstöðum.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að orðið verði við hækkun framlags til fimleikadeildar Hattar til að halda utan um hátíðarhöld á 17. júní á Egilsstöðum í ár úr 1,5 m.kr. í 1,7 m.kr. að því gefnu að slíkt rúmist innan samþykktrar fjárhagsáætlunar fyrir 2023. Atvinnu- og menningarmálastjóra falin afgreiðsla málsins.
Þá mælist Byggðaráð góðfúslega til þess að þjóðsöngur Íslands; "Ó, guð vors lands" verði fluttur amk. einu sinni á hátíðarhöldunum og þá helst við inngöngu Fjallkonunnar.

Tillagan felld með 3 atkvæðum og 2 sátu hjá (HÞ, ÍKH)


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að orðið verði við hækkun framlags til fimleikadeildar Hattar til að halda utan um hátíðarhöld á 17. júní á Egilsstöðum í ár úr 1,5 m.kr. í 1,7 m.kr. að því gefnu að slíkt rúmist innan samþykktrar fjárhagsáætlunar fyrir 2023. Atvinnu- og menningarmálastjóra falin afgreiðsla málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
17 júní er þjóðhátíðardagur Íslenskrar þjóðar sem á sér þjóðsönginn „Ó, guð vors lands“. Það er viðeigandi að hann sé fluttur við 17. júní hátíðarhöld, öðrum atburðum fremur. Því er það undarlegt að Byggðaráð Múlaþings felldi breytingartillögu mína.
Getum við bætt efni þessarar síðu?