Fara í efni

Umsókn um breytingu á staðfangi, Sunnufell 1

Málsnúmer 202204120

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53. fundur - 27.04.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi þar sem óskað er eftir breytingu á staðfangi þar sem hús við Sunnufell 1 í Fellabæ fái heitið Brúarland að nýju. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð sér sér ekki fært að samþykkja erindi umsækjanda vegna þeirra viðmiða sem Þjóðskrá hefur um skráningu staðfanga í þéttbýli. Ráðið bendir þó á að mögulegt er að skrá sérheiti (Brúarland) til viðbótar við staðfang (Sunnufell 1) sé þess óskað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd