Fara í efni

Endurbygging hafskipabryggju Djúpivogur

Málsnúmer 202109017

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Vegagerðinni með niðurstöðum útboðs vegna endurbyggingu á hafskipabryggju á Djúpavogi. Tvö tilboð bárust í verkið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi niðurstöðu útboðs og að fenginni tillögu Vegagerðarinnar samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Ísar ehf., á grundvelli útboðsins og bindandi samningur gerður. Hafnastjóra er falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 33. fundur - 29.09.2021

Niðurstaða verkfundar vegna endurbyggingar á hafskipabryggju á Djúpavogi lögð fram til kynningar. Jafnframt er lagður fram undirritaður verksamningur milli Hafna Múlaþings og Ísar ehf.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 55. fundur - 18.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samþykki hafnarstjóra fyrir því að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda að loknu útboði vegna fyrirhugaðra framkvæmda við steypu þekju og lagna á hafskipabryggju Djúpavogs.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 95. fundur - 25.09.2023

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 4. verkfundi auk verkstöðublaðs vegna endurbyggingar hafskipabryggju á Djúpavogi.
Staðgengill hafnarstjóra sat fundinn undir þessum lið.

Gestir

  • Gauti Jóhannesson - mæting: 08:55
Getum við bætt efni þessarar síðu?