Fara í efni

Umsókn um styrk til samgönguleiða (styrkvegir)

Málsnúmer 202102257

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir fyrirkomulag umsókna sveitarfélagsins um framlag af styrkvegafé Vegagerðarinnar. Fyrir fundinum lá einnig tölvupóstur frá þjóðgarðsverði Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem farið var yfir hvernig staðið er að umsóknum þjóðgarðsins um framlög í samskonar verkefni innan hans.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Verkefnastjóri umhverfismála fór yfir fyrirkomulag umsókna sveitarfélagsins um framlag af styrkvegafé Vegagerðarinnar. Fyrir fundinum lá einnig tölvupóstur frá þjóðgarðsverði Austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem farið var yfir hvernig staðið er að umsóknum þjóðgarðsins um framlög í samskonar verkefni innan hans.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að taka saman sérstaka styrkvegaskrá Múlaþings, þar sem tilgreindir verði þeir vegir og slóðar, utan marka Vatnajökulsþjóðgarðs, sem sveitarfélagið sér fyrir sér að nýta styrkvegafé í á næstu árum. Í framhaldi verði vegum á skránni forgangsraðað. Jafnframt er verkefnastjóra umhverfismála falið að undirbúa umsókn til Vegagerðarinnar fyrir yfirstandandi ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?