Fara í efni

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202010543

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 3. fundur - 03.11.2020

Fyrir lágu drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 3. fundur - 11.11.2020

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti reglurnar og lagði þær fram.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar siðareglur fyrir kjörna fulltrúa Múlaþings, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá fyrra skjali.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 55. fundur - 05.07.2022

Fyrir liggja siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi er voru samþykktar á fundi sveitarstjórnar Múlaþings 11. nóvember 2020 og skulu endurskoðaðar fyrir lok árs á fyrsta starfsári nýkjörinnar sveitarstjórnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings sér ekki ástæðu til að gera breytingar á gildandi siðareglum kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins en leggur áherslu á að kjörnir fulltrúar kynni sér reglurnar sem eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 61. fundur - 29.08.2022

Lagðar eru fram til kynningar og umræðu siðareglur kjörinna fulltrúa í Múlaþingi.
Sveitarstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka til umræðu siðareglur kjörinna fulltrúa í Múlaþingi og mögulega taka þær til endurskoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Björn Ingimarsson

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Til umfjöllunar eru siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á mikilvægi þess að kjörnir fulltrúar virði ákvæði gildandi siðareglna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn beinir því til forystuaðila þeirra lista er aðild eiga að sveitarstjórn og ráðum sveitarfélagsins að fylgja því eftir að við þessu verði brugðist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?