Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

8. fundur 15. mars 2021 kl. 14:00 - 14:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Seyðisfjörður_Deiliskipulag íbúðasvæði við Garðarsveg

Málsnúmer 202102069Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar við Garðarsveg á Seyðisfirði. Búið er að lagfæra tillöguna í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir lagfærða tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana.

Gestir

  • María Markúsdóttir - mæting: 14:00

2.Skipulags- og matslýsing, ofanflóðavarnir undir Bjólfi við Seyðisfjörð

Málsnúmer 202010609Vakta málsnúmer

Heimastjórn gerir ekki athugasemd við tillöguna að öðru leyti en því að gæta þarf þess að nýtt húsbílastæði verði tilbúið áður en gamla stæðið verður ónýtanlegt.

3.Gangandi umferð yfir bílaplan leikskólans Seyðisfirði

Málsnúmer 202103110Vakta málsnúmer

Heimastjórn þakkar erindið og tekur undir með bréfritara. Heimastjórn felur umhverfis- og framkvæmdaráði að finna viðunandi lausn við vandanum sem lýst er í bréfinu.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?