Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

4. fundur 01. febrúar 2021 kl. 09:00 - 11:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ólafur H Sigurðsson aðalmaður
  • Rúnar Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

a) Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrú kynnti fyrir fundarmönnum þá vinnu sem hún hefur stýrt varðandi greiningu á atvinnulífinu á Seyðisfirði eftir skriðu. Hún ásamt Aðalheiði Borgþórsdóttur hafa tekið viðtöl við alla þá sem orðið hafa fyrir einhverskonar tjóni af völdum skriðunnar. Annaðhvort með því að missa aðstöðu og hús í flóðinu eða vegna vinnslustöðvunar. Vonir standa til að skýrslan verði tilbúin á næstunni en hún mun kasta ljósi á það með hvaða hætti þarf að bregðast við þeim áskorunum er atvinnulífið stendur frammi fyrir.

b) Hafdal framleiðsla kynnir gerð heimildamyndar í seríunni "Háski" um skriðurnar á Seyðisfirði frá í desember 2020. Heimastjórn þakkar erindið en bendir á að efnið er afar viðkvæmt og telur mikilvægt að tekið verði tillit til bæjarbúa varðandi umfjöllun.

c)Dalabyggð býður aðstoð við að græða upp skriðusárin á Seyðisfirði. Heimastjórn þakkar kærlega fyrir erindið. Heimastjórn leggur áherslu á að fengnir verði fagaðilar til þess að hanna svæðið og stjórna uppgræðslu á skriðusvæðum og hafi til hliðsjónar hið góða boð frá Dalabyggð.

d) Erindi hefur borist frá Gísla Sigurgeirssyni varðandi heimildarmyndagerð. Gísli segir að markmið hans sé að gera heimildamynd um Seyðisfjörð þannig úr garði gerða að hún blási Seyðfirðingum bjartsýni og framfarahug í brjóst. Heimastjórn þakkar erindið en bendir á að efnið er afar viðkvæmt og telur mikilvægt að tekið verði tillit til íbúa varðandi umfjöllun.

Gestir

  • Jóna Árný Þórðardóttir - mæting: 09:15

2.Dagdvöl fyrir eldri borgara á Seyðisfirði

Málsnúmer 202101251Vakta málsnúmer

Heimastjórn vísar því til fjölskylduráðs Múlaþings að könnuð verði þörf á dagdvöl aldraðra á Seyðisfirði og hún kostnaðarmetin. Mikilvægt er að sú þjónusta verði í boði á Seyðisfirði. Heimastjórn minnir á að til stendur að byggja íbúðakjarna í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Bæjartún hses þar sem gert er ráð fyrir félagsaðstöðu eldri borgara á Seyðisfirði í miðrými kjarnans.

3.Umsókn um stöðuleyfi, Austurvegur 4 - Herðubreið - Pylsuvagn

Málsnúmer 202012034Vakta málsnúmer

Heimastjórn veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti og felur byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll gögn liggja fyrir.

4.Skólavegur 1 - Framkvæmdir við lausar kennslustofur

Málsnúmer 202101083Vakta málsnúmer

Kjartan Róbertsson eignarsjóði Múlaþings, Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdastjóri Múlaþings og Helga Guðmundsdóttir fræðslusjóri ásamt skólastjórnendum funduðu með fulltrúa úr heimastjórn föstudaginn 29.01.2021

Í minnisblaði frá fundinum kemur fram að misskilnings hafi gætt við útfærslu á bráðabirgðakennslustofum fyrir Seyðisfjarðarskóla. Í staðinn fyrir að hönnun á bráðabirgðalausn hefur verið ráðist í fullnaðarhönnun eins og um varanlega lausn væri að ræða.

Kjartan og Helga munu fara yfir málið og leita lausna. Heimastjórn óskar eftir því að fá að fylgjast með málinu

Ólafur Hr. Sigurðsson leggur fram eftirfarandi bókun.

Varðar húsnæðismál Seyðisfjarðarskóla.
Enn og aftur kemur í ljós hversu dýrkeyptur flutningur á bæjarbókasafni inn í besta hluta kennsluhúsnæðis grunnskólans hefur reynst. Við þessu var varað af stórum hluta starfsmanna skólans án árangurs, þrátt fyrir einróma niðurstöður í húsnæðisgreiningu sem starfsmenn voru látnir vinna.

Í kjölfar þessarar ákvörðunar hefur allri bóklegri kennslu verið komið fyrir í gamla skóla og verklegri kennslu komið fyrir í „nýja skóla“. Tónskóli settur við hlið bókasafnsins og það var ekki góð ákvörðun.

Flestar aðgerðir sem lofað var í kjölfar þessa hafa verið settar á ís s.s. að koma upp mannsæmandi salernisaðstöðu fyrir starfsmenn í gamla skóla, lyftu í húsið, bætt aðgengi í kjallara, breytingar á stigahandriðum og svo mætti áfram telja.

Á síðasta ári átti síðan að bjargar málum á elleftu stundu og keyptir voru gámar frá Danmörku og ekki einu sinni búið að ákveða hvaða starfsemi skólans átti að fara í þá. Nú hefur komið í ljós að ekki er hægt að nota gámana nema með mjög kostnaðarsömum breytingum á þeim. Einhvern vegin hefur samt skólahald gengið með ágætum í vetur og því er það tillaga mín að þessir gámar verði seldir sem sem fyrst og farið rækilega yfir húsnæðisþörf skólans með þar til bærum aðilum. Ef þörf reynist á sem gæti orðið niðurstaðan þá verði farið í það að byggja á skólagrunninum byggingu af þeirri stærð sem hentar núverandi nemendafjölda skólans. Hringl síðustu ára er orðið alltof kostnaðarsamt og algerlega óásættanlengt að fara svona með opinbert fé.

Seyðisfirði 01.02.21.
Ólafur Hr. Sigurðsson, fulltrúi í heimastjórn.


5.Ferjuleira 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202012017Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn samþykkir framlögð byggingaráform, með vísan til 3. mgr. 43. gr. Skipulagslaga, enda um svo óverulegt frávik að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Heimastjórn felur byggingafulltrúa Múlaþings að gefa út byggingaleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?