Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

25. fundur 04. ágúst 2022 kl. 14:00 - 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Björg Eyþórsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Aðalheiður L Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Aðalheiður Borgþórsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Hreinsunarátak í Seyðisfirði

Málsnúmer 202207117Vakta málsnúmer

Á fundinn mætti bæjarverkstjóri Seyðisfjarðar og upplýsti fundarmenn um stöðu mála hvað varðar tiltekt sem er á áætlun á Seyðisfirði. Heimastjórn þakkar Sveini fyrir komuna. Heimastjórn vill hvetja Múlaþing til að fara á undan með góðu fordæmi í hreinsunarátaki á eigin lóðum og athafnasvæðum. Heimastjórn leggur til að farið verði samhent hreinsunarátak hið fyrsta þar sem íbúar, fyrirtæki og sveitarfélag taki höndum saman og að allir styðji hver við annan eins og kostur er. Í fyrstu lotu verður hugað að lóðamörkum og númerslausum bílum á lóðum sveitarfélagsins. Þá má hvetja íbúa og fyrirtæki til þess að huga að lóðamörkum og nærumhverfi sínu og sýna samfélagslega ábyrgð gagnvart umhverfinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Bæjarverkstjóri Seyðisfirði - mæting: 14:10

2.Skriðuföll á Seyðisfirði- færsla húsa ofl.

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar kallar eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi færslu húsa á Búðareyri og fleira varðandi frágang eftir skriðuföll í desember 2020.

Heimastjórn leggur til við Umhverfis- og framkvæmdaráð að farið verði í vinnu við að klára frágang á Búðareyri eftir skriðuföll hið fyrsta.

Samkvæmt upplýsingum frá Pétri Ármannssyni hjá Minjastofnun eru friðlýsingatillögur varðandi Angró og Hafnargötu 44 farnar frá stofnuninni og bíða afgreiðslu hjá Umhverfisráðuneytinu. Heimastjórn felur fulltrúa sveitastjóra að fylgja málinu eftir innan stjórnsýslu Múlaþings og hjá Umhverfisráðuneytinu.

Heimastjórn kallar eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi Gamla ríkið. Mikilvægt er að það verkefni verið sett af stað af krafti þar sem ástand hússins þolir vart lengri bið.

Heimastjórn hefur áhyggjur af framtíð vannýttra eigna við Stöðvarlæk sem voru yfirtekin af Múlaþingi í kjölfar skriðufalla í desember 2020. Heimastjórn vill að skoðaður verði sá möguleiki að þau hús sem eru í eigu sveitarfélagsins og þarf að færa af svæðinu samkvæmt tillögu Ráðgjafanefndar, en falla ekki undir friðlýsinguna, verði auglýst til sölu með fyrirvara um skilmála til flutnings eða takmarkaða notkun á þeim stað sem þau standa nú.

Samþykkt samhljóma með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn heimastjórnar við vinnslutillögu Eflu Verkfræðistofu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030. Breytingarnar tengjast fyrirhuguðum framkvæmdum við jarðgöng undir Fjarðarheiði. Við Seyðisfjörð er um að ræða staðsetningu gangamunna, nýja veglínu og undirgöng, efnistökusvæði, breytta landnotkun vegna færslu á golfvelli auk skilgreininga á nýjum göngu-, hjóla- og reiðleiðum.

Heimastjórn Seyðisfjarðar telur mikilvægt að gætt verði að því að eiga gott samtal við stjórn Golfklúbbs Seyðisfjarðar nú sem fyrr, bæði varðandi undirbúning, framkvæmd færslu og uppbyggingu golfvallarins á nýju svæði. Mikilvægt er að klára samninginn við Golfklúbb Seyðisfjarðar svo uppbygging golfvallarins geti sem geti hafist sem fyrst.

Heimastjórn telur að skýra þurfi frekar tillögur um Göngu- hjóla- og reiðleiðir. Mikilvægt er að vera í samskiptum við þá aðila sem sinna göngustígagerð í firðinum. Unnið er að gerð göngustígs að Gufufossi í samstarfi við Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða og mikilvægt að samtal verði á milli aðila svo hægt verði að tengja saman göngustíga og tryggja sem bestu útkomuna fyrir alla.

Seyðisfjörður er mikill ferðamannabær, aðsókn í náttúru og þjónustu er mikil og umferð að sama skapi um núverandi þjóðveg 93 að aukast jafnt og þétt. Það er nokkuð ljóst að mikið rask verður á svæðinu við Gufufoss og því mikilvægt að upplýsingaflæði og samskipti við lykilfólk í atvinnulífinu verði traust bæði á undirbúnings- og framkvæmdatíma.

Núverandi stofnvegur, fyrirhugaður gangamunni, ný veglína og fyrirhugað efnistökusvæði falla innan grannsvæðis vatnsverndarsvæðis Seyðisfjarðar, því er mikilvægt að framkvæmdaraðilar fari í öllu eftir ströngustu varúðarráðstöfunum og virkt eftirlit verði með því að unnið sé ætíð eftir þeim.

Nýrri veglínu er ætlað að jafna hæðarlegu vegarins til Seyðisfjarðar og auka umferðaröryggi.


Samþykkt samhljóma með handauppréttingu.

4.Íslensk Orkuvirkjun - ástand lagna

Málsnúmer 202207121Vakta málsnúmer

Til umræðu eru þau tíðu rof vatnslagna hjá ÍOVS sem hafa átt sér stað að undanförnu.

Heimastjórn óskar eftir því að ÍOVS geri grein fyrir stöðu mála og láti gera úttekt á lögnum virkjunarinnar og kynni þær fyrir heimastjórn.

Starfsmanni falið að koma á samtali milli ÍOVS og heimastjórnar.

Samþykkt samhljóma með handauppréttingu.

5.Tilnefning í stjórn Skaftfells, miðstöð myndlistar á Austurlandi

Málsnúmer 202206138Vakta málsnúmer

Samkvæmt 48.gr. samþykkta um stjórn Múlaþings tilnefnir heimastjórn Seyðisfjarðar einn fulltrúa og einn til vara í samræmi við samþykktir félagsins.

Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Oddnýju Björk Daníelsdóttur sem aðalmann og Svövu Lárusdóttur til vara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Tilnefning í stjórn Tækniminjasafn Austurlands

Málsnúmer 202206137Vakta málsnúmer

Samkvæmt 48.gr. samþykkta um stjórn Múlaþings tilnefnir heimastjórn Seyðisfjarðar einn fulltrúa og einn til vara í samræmi við samþykktir félagsins.

Heimastjórn Seyðisfjarðar tilnefnir Skúla Vignisson og Bjarka Borgþórsson sem aðalmenn og til vara Oddnýju Björk Daníelsdóttur og Tinnu Guðmundsdóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Heimastjórn - Beiðni um tilnefningu í verkefnisstjórn

Málsnúmer 202206160Vakta málsnúmer

Samkvæmt 48.gr. samþykkta um stjórn Múlaþings tilnefnir heimastjórn Seyðisfjarðar tvo fulltrúa í verkefnisstjórn Seyðisfjarðarverkefnisins / uppbygging á Seyðisfirði eftir skriðuföllin 2022.

Tilnefndir af hálfu heimastjórnar Seyðisfjarðar eru Björg Eyþórsdóttir og Jón Halldór Guðmundsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

8.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Studio Guesthouse, Austurvegi 18 Seyðisfirði

Málsnúmer 202207112Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað á meðan beðið er eftir umsögnum annarra umsagnaraðila.

9.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Filling Station

Málsnúmer 202206097Vakta málsnúmer

Eftirfarandi umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi var afgreidd í tölvupósti dags. 08.07.2022 með samþykki allra fulltrúa heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Fyrir liggur frá Sýslumanninum á Austurlandi umsagnarbeiðni vegna umsóknar Austurlands food coop ehf., kt 541218-2030, dagsett 9. júní 2022, um leyfi til reksturs; Veitingaleyfi í flokki II ? C Veitingastofa og greiðasala. Heiti staðar : The Filling Station, Hafnargata 2A., 710 Seyðisfirði.
Afgreiðslutími áfengis: Virka daga frá kl. 11:00 til 22:00. Aðfaranætur frídaga frá kl: 09:00 til kl. 22:00
Afgreiðslutími útiveitinga: Virka daga frá kl. 07:00 til 22:00. Aðfararnætur frídaga frá kl: 09:00 til kl. 22:00
Hámarksfjöldi gesta: 40.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands og Brunavörnum Austurlands.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 veitir heimastjórn Seyðisfjarðar jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Býtibúrið - Studio 23 Austurvegi 23 Seyðisf.

Málsnúmer 202207120Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað á meðan beðið er eftir umsögnum annarra umsagnaraðila.

11.Norræna félagið - Austurlandsdeild

Málsnúmer 202207123Vakta málsnúmer

Heimastjórn tekur vel í erindið fyrir sitt leyti miðað við fyrirliggjandi upplýsingar en vísar því til umhverfis- og framkvæmdaráðs til úrvinnslu og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Gangnaboð og gangnaseðlar 2022

Málsnúmer 202208007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur gangnaseðill fyrir Seyðisfjörð.

Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?