Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
1.Tillaga að hundasvæði á Egilsstöðum.
2.Hellisheiði - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir strenglögn
3.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Eiðar ehf
4.Grásteinn, deiliskipulag
5.Áfangar - Langidalur, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir smávirkjun í Langadalsá
6.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Efri Jökuldalur ehf
7.Valgerðarstaðir nýtt deiliskipulag
8.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Veiðihúsið Hálsakot
9.Fellabær - Umsókn um lóð undir spennistöð við Herði (Valgerðarstöðum)
11.Fyrirspurn um byggingu skemmu við Lagarfossvirkjun
12.Úlfsstaðaskógur nýtt sumarhúsahverfi
13.Umsókn um framkvæmdaleyfi-Ljósleiðari á Efra Jökuldal,
14.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda
Fundi slitið - kl. 16:05.
Eftirfarandi bókun var gerð á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 3. mars 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggst ekki gegn þeirri staðsetningu sem lögð er til í fyrirliggjandi erindi, með þeim fyrirvara að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða, en vísar málinu til afgreiðslu hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.
Með vísan til áberandi staðsetningar svæðisins leggur heimastjórn Fljótsdalshéraðs til að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum.
Gert verði ráð fyrir aðkomuleiðum og bílastæðum fyrir hundasvæðið.
Jafnframt leggur heimastjórn til að hundasvæði á Fljótsdalshéraði verði fundin varanleg framtíðarstaðsetning í nýju aðalskipulagi Múlaþings.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.