Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

3. fundur 04. janúar 2021 kl. 13:00 - 14:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.

Málsnúmer 202010446Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 15. janúar 2021.
Málið var síðast á dagskrá heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 2.12.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að friðlýsingu verndarsvæðis norðan Dyrfjalla og náttúruvættisins Stórurðar og vísar málinu til sveitarstjórnar.
Heimastjórn leggur til við sveitarstjórn að óskað verði eftir því að Múlaþing fari með umsjón og rekstur svæðisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsagnarferli vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Eiðar ehf

Málsnúmer 202012116Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Sýslumanningum á Austurlandi beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Fanneyju Helgu Hannesdóttur f.h. Eiða ehf, um rekstrarleyfi samkvæmt lögum nr.85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Málið áfram í vinnslu.

3.Fellabær - Umsókn um lóð undir spennistöð við Herði (Valgerðarstöðum)

Málsnúmer 202010624Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu er lokið. Athugasemdir bárust frá tveimur nágrönnum, HEF og SH fasteignum. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir og gerir stofnunin engar athugasemdir. Fyrir ráðinu liggja einnig drög að svörum við fram komnum athugasemdum.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um stærð og staðsetningu lóðar, ásamt fyrirliggjandi drögum að svörum, og vísar málinu til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi umsókn um lóð. Jafnframt samþykkir heimastjórn fyrirliggjandi drög að svörum og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Beiðni íbúa í Kelduskógum og Litluskógum um að lokað verði fyrir hringakstur í hverfinu.

Málsnúmer 202006029Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni íbúa í Kelduskógum og Litluskógum á Egilsstöðum um að lokað verði fyrir hringakstur í hverfinu. Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs 24.6.2020 þar sem málinu var vísað til endurskoðunar umferðaröryggisáætlunar.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í að verða við beiðni íbúa með því að lokað verði tímabundið fyrir hringakstur um Kelduskóga og Litluskóga yfir sumarið 2021. Árangur af tilrauninni verði metinn í kjölfar hennar og ákvörðun tekin um framhaldið. Ráðið óskar jafnframt eftir umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um beiðnina og tillögu ráðsins.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs er sammála tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs og leggur til að lokað verði tímabundið fyrir hringakstur um Kelduskóga og Litluskóga yfir sumarið 2021. Árangur af tilrauninni verði metinn í kjölfar hennar og ákvörðun tekin um framhaldið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Rafskútuleiga á Egilsstöðum

Málsnúmer 202011009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Fjallamönnum Austurlands ehf. varðandi mögulega opnun rafskútuleigu á Egilsstöðum í samstarfi við Hopp Reykjavík.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráðs tekur jákvætt í erindið og vísar því til heimastjórnar til afgreiðslu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur jákvætt í umsókn vegna mögulegar opnunar rafskútuleigu á Egilsstöðum og leggur til að gerður verði samningur um málið sem tekinn verði til afgreiðslu þegar hann liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?